Hljómlistin - 01.06.1913, Blaðsíða 10

Hljómlistin - 01.06.1913, Blaðsíða 10
72 HLJOMLISTIN upp með, síðan það var stofnað. Var það mál margra að félaginu hefði aldrei tekist betur upp, enda vöru lögin sérstaklega vel æfð. Síðar í mánuðinum söng félagið eilt kvöld úti í Tjarnarhólma. Veður var reynd- ar gotl, en gola blés af landi beint á móti söngílokknum og heyrðust þvi illá- þeír kafl- ar, er veikt voru sungni|í\ Annars er því viðbrugðið, hvað söngur ^etur hljómað vel yfir sléttan vatnsílöt í logni, éua undan þeim andvara sem oftast er, þótt logn'sc kallað. Tjarnarhólminn er annars mjög vel lagað- ur til þess að hafa þar söng og hljóðfæra- slátt, einkum lúðraleik í góðu veðri, og ætti bærinn að laga hólmann í þvi sk.yni í vetur þegar ís er á Ijörninni og' setja þar söngpall með stöplaþaki eins og tíðkast allstaðar í bæjum erlendis. i \ miðjum júnímánuði efndu þeir bræðurnir Eggert og Þórarinn synir Guðmundar Jakobs- sonar tvisvar til hijómleika. Hafa þeir verið 3 ár á hljómlistaskólanum í Kaupmannahöfn og iðkar Þórarinn íiðluspil en Eggert píanó- leik. Þeir bræður eru ekki enn útskrifaðir af skólanum, eiga eftir eitt ár af venjulegum námstíma. Það kom í ljós, að þeir eru mjög efnilegir hvor í sinni grein, einkum dáðust menn að fiðluleik Þórarins, sem Ij'sti óvenju legum þroskaí þegar þess er gætt, að piltur- irih er aðeins 17 ára-að. aldri. Auðvitað skortir hann enn þá æfingu, sem heimtað er af fyrsla flokks íiðluleikurum, en með því að smekkurinn er góður og hann heíir þegar náð svo góðri undirstöðu, þá er ástæða til að ætla að hann komist langt með nægilegri iðni og ástundun. Hljómlistaskólinn í Höfn er talinn góður að vísu, en fáir láta sér nægja það nám eitt, er ætla að komast í efri raðir tónsnillinga og væri því æskilegt að Þórarinn ætti kost á því að halda áfram að afloknu námi að ári. Að svo slöddu er ekki eins gott að sjá hvað leynist í Eggert, en eftir frammistöð- unni að dæma um daginn, verður ekki ann- að séð en að hann geti orðið mjög svo dug- andi píanóleikari. Væri ánægja að-'fá að hlusta á hljómleik hjá þeim bræðrum áður en þeir fara af landi burt aftur. Þá hefir Pétur Jónsson sungið hér þrisvar opinberlega. Er hann sonur Jóns kaupm. Árnasonar hér í bænum. Hefir hann verið söngvari við »óperu«-leikhús í Berlín síðast liðinn vetur, sem reyndar er nú lagt niður, en Pétur er í samningum. við önnur leikhús þar syðra. Hann hefir geysimikla tenór-rödd sem hann er farinn að beita með mikilli leikni, enda hefir hann stundað söng nú all- mörg ár. Við söngva Péturs aðstoðaði Jón Norðmann píanóleikari. Er hann ungur að aldri, milli fermingar og tvítugs og hefir stundað píanóleik í Þýzkalandi síðastliðinn vetur og virðist hann hafa mjög góða liæíi- leika. Þá hefir enn verið hér sænskur fiðluleikari Jóhann Nilsson að nafni, ungur maður rúm- lega tvítugur. Lært hefir hann við hljóm- listaskólann í Kaupmannahófn og síðan á Þýzkalandi. Leikið hefir hann hér tvisvar opinberlega og getið sér mikils lofs, enda hefir hann náð meiri leikni á fiðlu en hér mun hafa heyrst enn þá. En þó leynir það sér ekki að hann á eftir að þroskast enn mikið og ná skýrari persónuleik og er mjög líklegt að honum takist það, því að hann er mjög vándvirkur og á nú þegar góðan æfing- argrundvöll að byggja á. Frú Valborg kona Sigfúsar Einarssonar lék undir á píanó og var það eftirtektavert hvað henni tókst vel með t. d. »Vorsónötu« Beethovens, því að þar er af hendi höfundarins gerð fult eins mikil krafa til píanósins eins og fiðiunnar. Sömuleiðis var ánægja að heyra hana leika Consert eftir Mozart á síðara hljómleiknum. Var þar og meira jafnvægi á milli hljóðfær- anna en í sónötunni, því að þar var píanóið oft fullsterkt. Er auðheyrt að frúin leggur mikla vinnu og kapp á píanóleik og meiri en tíðkast hefir hér heima, og ber það að virðast að maklegleikum. Nu síðast um mánaðamótin júlí og ágúst hiélt Haraldur Sigurðsson frá Kallaðarnesi hljómleik. Hann lék á píanó við annan mann

x

Hljómlistin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hljómlistin
https://timarit.is/publication/435

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.