Hljómlistin - 01.06.1913, Page 10

Hljómlistin - 01.06.1913, Page 10
72 HLJÓMLISTIN upp með, síðan það var stofnað. Var það mál margra að félaginu hefði aldrei tekist betur upp, enda voru lögin sérstaklega vel æfð. Síðar í mánuðinum söng félagið eitt kvöld úti í Tjarnarhólma. Veður var reynd- ar goll, en gola blés af landi beint á móti söngllokknum og heyrðust þvi illa þcir kafl- ar, er veikt voru sungnp'. Annars er því viði)rugðið, livað söngur ^etur l’/Ijóinað vel yfir sléllan vatnsflöt í logni, eua undan þeim andvara sem oftast er, þótt logn sé kallað. Tjarnarhólminn er annars mjög vel lagað- ur lil þess að liafa þar söng og hljóðfæra- slátt, einkum lúðraleik í góðu veðri, og ætti bærinn að laga hólmann í því skyni í vetur þegar ís er á tjörninni og setja þar söngpall með stöplaþaki eins og tíðkasl allstaðar í bæjuin erlendis. í miðjum júnímánuði efndu þeir bræðurnir Eggert og Þórarinn synir Guðmundar Jakobs- sonar tvisvar til hljómleika. Hafa þeir verið 3 ár á hljómlistaskólanum i Kaupmannahöfn og iðkar Þórarinn íiðluspil en Eggert píanó- leik. Þeir bræður eru ekki enn útskrifaðir af skólanum, eiga eftir eitt ár af venjulegum námstíma. Það kom í ljós, að þeir eru mjög efnifegir livor í sinni grein, einkum dáðust menn að fiðluleik Þórarins, sem lýsli óvenju legum þroska, þegar þess er gætl, að piltur- inn er aðeins 17 ára að aldri. Auðvitað skortir liann enn þá æfingu, sem heimtað er af fyrsta flokks fiðluleikurum, en með því að smekkurinn er góður og hann hefir þegar náð svo góðri undirstöðu, þá er ástæða til að ætla að hann komist langt með nægilegri iðni og ástundun. Hljómlistaskólinn i Höfn er talinn góður að vísu, en fáir láta sér nægja það nám eitt, er ætla að komast í efri raðir tónsnillinga og væri því æskilegt að Þórarinn ætti kost á því að lialda áfram að alloknu námi að ári. Að svo stöddu er ekki eins gott að sjá hvað leynist í Eggert, en eftir frammistöð- unni að dæma um daginn, verður ekki ann- að séð en að hann geti orðið mjög svo dug- andi píanóleikari. Væri ánægja að fá að hlusta á liljómleik lijá þeim bræðrum áður en þeir fara af landi burt aftur. Þá hefir Pétur Jónsson sungið hér þrisvar opinberlega. Er hann sonur Jóns kaupm. Árnasonar hér í bænum. Hefir hann verið söngvari við »óperu«-leikhús í Berlín síðast liðinn vetur, sem reyndar er nú lagt niður, en Pétur er í samningum. við önnur leikhús þar syðra. Hann liefir geysimikla tenór-rödd sem hann er farinn að beita með mikilli leikni, enda hefir liann stundað söng nú a11- mörg ár. Við söngva Péturs aðstoðaði Jón Norðnumn píanóléikari. Er hann ungur að aldri, milli fermingar og tvílugs og hefir stundað píanóleik i Þýzkalandi síðaslliðinn velur og virðist liann liafa mjög góða hæfi- leika. Þá hefir enn verið hér sænskur fiðluleikari Jóhann Nilsson að nafni, ungur maður rúm- lega tvílugur. Lært hefir hann við hljóm- listaskólann í Kaupmannahöfn og síðan á Þýzkalandi. Leikið hefir hann hér tvisvar opinberlega og getið sér mikils lofs, enda hefir hann náð meiri leikni á fiðlu en hér mun hafa heyrst enn þá. En þó leynir það sér ekki að hann á eftir að þroskast enn mikið og ná skýrari persónuleik og er mjög líklegt að honum takist það, því að liann er mjög vándvirkur og á nú þegar góðan æfing- argrundvöll að byggja á. Frú Valborg kona Sigfúsar Einarssonar lék undir á píanó og var það eftirtektaverl hvað henni lókst vel með t. d. »Vorsónötu« Beethovens, því að þar er af hendi höfundarins gerð full eins mikil krafa til píanósins eins og fiðlunnar. Sömuleiðis var ánægja að heyra hana leika Consert eftir Mozart á síðara hljómleiknum. Var þar og meira jafnvægi á milli hljóðfær- anna en í sónötunni, því að þar var píanóið oft fullsterkt. Er anðheyrt að frúin leggur mikla vinnu og kapp á píanóleik og meiri en tíðkast hefir hér heima, og ber það að virðast að maklegleikum. Nú síðast um mánaðamótin júlí og ágúst hélt Haraldur Sigurðsson frá Kallaðarnesi hljómleik. Hann lék á píanó við annan mann

x

Hljómlistin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hljómlistin
https://timarit.is/publication/435

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.