Hljómlistin - 01.06.1913, Blaðsíða 14

Hljómlistin - 01.06.1913, Blaðsíða 14
76 HLJOMLISTIN spor Wagners, en missir þó aldrei sjónar á hinni suðrænu Jist, þótt hann blandi hana oft með norrænum hreim. — Þegar Stiez-skurð- urinn var opnaðnr 1869 óskaði Ismail Pasja, varakonungur Egypta, að fá sóngleik saminn í lilefni af hálíðabrigðum þeim, sem þá voru og fól hann Verdi að gera það. Sá söng- ílokkur var »Aida«, sem fyrst var fullger og uppfærður í Kairo 1871, og fékk hann 80,000 lírur fyrir hann og þykir söngflokkur sá vera hið mesta snildarverk. Nú var Veidi kominn á el'ri ár og bjuggust menn því við, að hann mundi vera búinn að lifa sitt fegursta í heimi sönglislarinnar, enda var hann þá orðinn allfrægur, en fullkomn- ustu listaverk hans voru þó enn eftir og komu ekki fyr en nál. 20 árum síðar. Það voru songleikarnir »0//ie//o« (1887) við texta eftir A. Boito og »Falsla/J'« (1893), sem bera þykja af öllum þeim söngleikum, er hann hafði samið áður og vera hreinasta meistaraverk. í hjúskaparlífi sínu var Verdi hamingju- samari en Wagner. Hann var kvæntur og var kona hans Giuseppina (Jósefína) Slrep- poni, fædd 1815 og dó 14. nóv. 1897; var hún á yngri árum fræg söngkona við leikhús í París, og síðar kendi hún þar söng um mörg ár þangað til hún giftist Verdi. Til minningar um hana stofnaði Verdi á siðustu árum heimili fyrir uppgjafa söngvara, sem veitt getur framfærslu 100 manns. Kýmni. Organleikari nokkur, sem var framúrskar- andi listamaður, hélt einu sinni söngskemtun og spilaði þar »fúgu« svo aðdáanlega vel, að allir áheyrendur létu í ljósi undrun sina og ánægju yfir list hans. Á meðan fagnaðar- lætin voru sem mest, gægðist sá er orgelið tróð fram fyrir og mælti til listamannsins: »Bærilega hefir okkur tekist núna!« »Hvað? Okkur! Ég er bara einn við orgelið«. Eftir ofurlitla bið var leikið næsta númer söngskrárinnar, en alt i einu dró hljóminn úr öllum pípunum, svo það varð dauða þögn; gægðist þá orgeltroðarinn fram fyrir aftur og mælti: »Kannist þér ekki enn þá við það að við erum tveir um hljóðfærið? Hm, ef ég væri ekki með, gætuð þér ekki neilt heldur«. Hljóðfærameistarinn frægi, Joh. Seb. Bach, var einlivern sunnudag á ferð í Altenburg, þar sem Krebs, gainall lærisveinn hans, var organleikari. Bach var að reika úti skamt frá kirkjunni og sá að fólkið var að slreyma þangað, og kom honum þá til hugar að fara til kirkjunnar Hka og heyra einu sinni hvernig Krebs spilaði, en vildi J)ó ekki lála bera á sér; fór hann því inn í mannþrönginni og tók sér sæli utarlega í kirkjunni og hélt að þar mundi enginn taka eftir sér. En Krebs þekli hann iljólt og þólti ánægja mikil að sjá þar kennara sinn. Eftir örlitla stund settist hann við orgelið og lék á það »fúgu« fléllaða saman af nafninu Bach. Að snar- ræði þessu dáðist Bach og sagði þá síðan: »í læknum mínum er ekki fiskakyn; þar hcf ég fundið einn einasta krabba«. Bach — lœkur; Krebs = krabbi. "VVngner og óliappataltút 13. Wagner er fæddur 1813; þversumma þeirrar tölu (1+8 + 1+3) er 13: í nafninu Bi- chard Wagner eru 13 bókstaíir; hann heíir samið 13 stór verk (söngverk). Tannhauser lauk hann einu sinni 13. ágúst og sá söng- leikur var sj'ndur í fyrsla sinni 13. marz árið eftir, og loks dó Wagner 13. febrúar 1883. Úlgefandi biður afsökunar á diætli þeim, sem orðinn er á útkomu »Hljómlistarinnar«. Enn mun verða nokkur bið á útkomu sein- asta tölublaðsins. Þessu tölubl. »Hljómlistarinnar« fylgir »Sumar«, sönglag eftir ísólf Pálsson. Prentsmiðjan Gutenberg. — 1914.

x

Hljómlistin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hljómlistin
https://timarit.is/publication/435

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.