Hljómlistin - 01.06.1913, Blaðsíða 11

Hljómlistin - 01.06.1913, Blaðsíða 11
HLJÓMLISTIN 73 danskan, að nafni Gnstav Hansen. Haraldur er óefað einhver sá efnilegasti íslenzkra ión- listamanna, Hann hélt hér hljómleik í fyrra sumar er hann var útskrifaður af hljómlista- skólanum í Kaupmannahöfn, og vakti mikla aðdáun. Nú hefir hann verið í Dresden í vetur að fullkomna sig og mátti heyra mikla framför frá því í fyrra. Hann hafði öðlast meiri kraft og myndugleik auk fiminnar sem hann þegar hafði fengið mikla áoúr, cn nú hafði náð á sig meiri festublæ. Með því að Haraldur er ungur, má búast við meiri per- sónuþroska hjá honum, og að sjálfsögðu verður mest gaman að heyra hann spila, þegar hann er kominn svo langt, að hann þarf ekki að taka lengur tillit til yfirboðara sinna í skólanáminu og getur farið að ganga sínar eigin götur. Vonandi dregur hann ekki dám af því sem cr því miður of algengt á Þýzkalandi og víðar að gera fimleikann að svo miklu aðalalriði, að andagifíin líði og verði að stælingu á tískunni. Gustav Hansen virðist líka að vera ágælis píanóleikari. Vegna þess að hann lék á pianó þá naut spilið sín ekki alveg eins og það átli skilið við hliðina á flygelinu sem Haraldur lék á. Þessir samsöngvar og hljómleikar hafa ver- ið fremur vel sóttir yfir höfuð og sýnir það að fólk hefir hér mikinn áhuga á tónlistinni. Líklega verður nú héðan af talsvert um slík- ar skemtanir hér framvegis, úr því að bær- inn er þó orðinn svo stór að hann ber þær sæmilega. Er enginn vafi á því að smekkur manna á tónlist hefir gott af samskonar hljóm- leikum og hér hafa verið haldnir í sumar, sérstaklega ef samvizkusamlega er valið a söngskrárnar og nægilegt lillit er tekið til þess fjölda, sem nauðsynlegur er til að þessar ukemtanir geti borið sig. H. J. Nokkur orð um söng, einkum í Hrútaíirði. Eins og kunnugt er, breiddust hin svo kólluðu nýju sálmalög út til sveitanna mest eftir það er Ari Sæmundsen gaf út leiðarvísi til að spila á langspil 1855 og Pétur Guðjohn- sen dómkirkjuorganisti og söngfræðingur gaf út sálmasöngsbók sína 1861. Pví fjöldi sveita- manna, sem lagði sig eftir að læra hin nýju lög, höfðu ekki annað hljóðfæri sér til hjálp- ar en langspilið. Lærisveinar latínuskólans, sem Iærðu söng hjá P. Guðjohnsen, voru tiltölulega fáir úti um land, er gátu leiðbeint mönnum í söng, svo fram til þessa tíma hefur verið í sumum kirkjum sungið með gamla laginu. Fram yfir 1870 var lítið hugsað um að fá hljóðfæ'ri í kirkjur; fáir þeklu harmoníum og orgelin voru svo dýr, að ógerningur var að kaupa þau, nema þelta eina, sem var í dómkirkj- unni. Theódór sonur Olafs prófasts Pálssonar, þá á Melstað, braut þar ísinn; hann var fyrsti hvatamaður að því að harmoníum var keypt í Melstaðarkirkju 18721) og tók að sér að leika á það, án þess þó að hafa lært hljóð- færaslátt nema Htið eitt á fíólín hjá Jónasi heit. Helgasyni, og tókst honum það þó furðu vel, var lika góður söngmaður og alt hans fólk, svo söngurinn í Melstaðarkirkju þótli fyrirmynd í þá daga, og mun þá hafa viða vaknað áhugi manna að fá hljóðfæri í kirkj- ur. Árið 1874 kom orgel eða réttara sagt harmoníum í Arnarbæliskirkju í Árnessýslu. Fyrsta harmoníum, er kom í Hrútafjörð, var þá eign Ólafíu dóttur Ólafs próf. Páls- sonar. Kom hún með það að Stað um 1877, þegar hún fluttist þangað með séra Páli bróð- ur sínum. Var leikið á það í Staðarkirkju nokkur ár af Theódór Ólafssyni, þá verzlun- 1) Magnús konferenzráð Stephensen, íoríaöir Theódórs, kom með íyrsta orgelið til íslands og spilaði sjálfur á það í Leirár og Viðeyjar kirkjum.

x

Hljómlistin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hljómlistin
https://timarit.is/publication/435

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.