Hljómlistin - 01.06.1913, Blaðsíða 9

Hljómlistin - 01.06.1913, Blaðsíða 9
HLJOMLISTIN 71 Allmörg lög hefir síra Stefán valið úr dönsk- um kirkjusöng, sem hér hafa orðið alkunn og sum þeirra eru enn í vorum nýustu kirkju- söngsbókum. Nokkur af lögum þessum eru þó þýzlc að uppruna, t. d. »Hjartað, þankar, hugur, sinni«, sem er eftir Joh. Schop, fiðlu- meistara í Hamborg, er uppi var um sama leyti og Schiitz og eins og hann um hrið við dönsku hirðina, en þó nokkrum árum áður (1615—1619). Schop andaðist 1665 og eru eftir hann nokkur alþekt sálmalög, sem engu síður hafa orðið eign Dana en Þjóðverja. Frá 1569 til 1700 höfðu Danir eigi aðra sálmasöngsbók staðfesta af konunginum en Thomissöns sálmabók og kom hún í mörgum útgáfum og með nokkrum viðaukum og höfðu því Danir ekki önnur kirkjusöngslög en þau, sem voru í þeirri bók. Messubók, er fyrir- skipuð var í dönskum kirkjum, var allan þann tima Jespersens Graduale, er fyrst kom út 1573. Árið 1699 kom svo eftir 16 ára undirbúning sálmabók sú, sem kend er við Thomas Kingo, biskup á Fjóni, og með henni breyttist kirkjusöngurinn allmikið, því þar var fjöldi af nýjum og gömlum lögum, er ekki voru þar til í kirkjusöng áður. Th. Kingo (1634 —1703) var sálmaskáld hið mesta og jafnframt hið bezta, er Danir þá höfðu átt. Við sálma sína valdi hann fegurstu lögin, er hann þekli, og var því ekki að undra þótt þeim væri vel tekið. Um nýár 1674 kom út sálmasafn hans: »Aandelige Sjnnge-koors Förste Pait«, sem síðar kom út í fjölda- mörgum útgáfum og fyrir næstu aldamót var búið að prenta 6 sinnum; síðari parturinn kom út 1681 og var honum tekið jafn vel.1) í fyrra parli þessa safns voru vikusálmar talinn þeirra lang-fremstur og enda einn af þeim ódauðlegu guoum sönglislarinnar. 1) Þann sálmaflokk þýddi síra Árni Þorvarðs- son á Þingvöllum, og kom út ásamt nokkrum lög- um i Skálbolti 1693. Það kver hefir ekki verið prentað síðan, og er nú orðiö atar-fágætt. Titill- iun er: „Thomæ Kingos Andlega Saung-kórs Annar Partur. Eður Salarennar Uppvakning til allskins (iuðrækne I allra Handá Tilferlum Allt Til Guðs Dýrðar". kvöld og morgun og sjö iðrunarsálmar Da- víðs. Þessa sálma þýddi síra Stefán undir sömu lög og Kingo hafði valið við þá, og voru þeir prentaðir aftan við Paradísar Lykil 1686, fyrstu bók, sem prentuð var i Skálholti. Lögin voru sjö, og urðu morgunsálmarnir allir lagboðar hjá seinni tíma skáldum, er ortu undir sömu bragarháttum. Þessir sálm- ar eru: I Jesú nafni upp stá, Hjartað, þankar, hugur, sinni, Sæll dagur sá, Kom sæl, mæl morguntíð, Upp, upp statt í nafni Jesú, Sólin upp runnin er, — og Rís upp, mín sál, og bregð nú blundi. Fljótt urðu lög þessi vinsæl og voru sálm- arnir með nótunum teknir í Hólasálmabókina 1751, en það var sú fyrsta sálmabók, sem prentuð var á Hólum eftir að sálmarnir voru þýddir.1) Síðan voru þeir í Höfuðgreinabók- inni, er prentuð var á Hólum 1772 og eins og áður með lögunum. Ekki komust þó lögin inn í kirkjusönginn fyrri en með sálma- bókinni 1801, en þar eru þau líka öll nema »Kom sæl, mæt morguntíð«, og stendur það þó ekki að baki sumum hinum lögunum; en það var ekki heldur í dönsku sálmabókun- um, sem út komu þá fyrir aldamótin (Högh- Guldbergs 1780 og Evangel. Psalmebog 1798), en eftir þeim var aldamóta-sálmabók vor sniðin. Hljómleikar. Hér í höfuðstaðnum hefir verið óvenju mikið um hljómleika og söng nú fyrirfarandi. Söngfélagið »17. júni« byrjaði júnímánuð með samsöng. Var á söngskránni úrval úr lögum þeim, er félaginu einkum hafði tekizt 1) Næsta sálmabók á undan var prentuð á Hóluní 1671, en í Kaupmannahöfn voru prentaðar tvær sálmahækur: Jöns Árnasonar 1742 og Bræðra- bók (Sigurðar og Péturs Þorsteinssona) 17'6.

x

Hljómlistin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hljómlistin
https://timarit.is/publication/435

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.