Hljómlistin - 01.06.1913, Síða 8
70
HLJÓMLISTIN
alkunnugt sálmalag hjá oss, þó ekki hafi það
verið tekið í kirkjusöngsbækur vorar fyrri
en á síðari árum.
Kom faðir, hœsti herra, þýðing á kvöld-
sálminum »Ades pater supreme« eftir Aurelius
Prudentius, en lagið er eftir Nik. Selnecker
og prentað fyrst í sálmasafni hans: »Christ-
liche Psalmen« Leipzig 1587. Þessi þýðing
síra Stefáns á sálminum er fyrst prentuð hér
aftan við Kingóssálma í Paradísar Lykil,
Skálh. 1686, og er lagið þar líka, en annars
er sálmurinn og lagið í mörgum bókum síðar
og varð alkunnugt hér, þótt aldrei liaíi það
verið lekið í kirkjusöngsbækur vorar. Hjá
Þjóðverjum, Svium og Finnum er það enn í
góðu gildi, en hjá oss, Dönum og Norðmönn-
um er það farið að fyrnast.
Heijr mig, Jesú, lœknir lýða. Frumortur
sálmur af síra Stefáni undir lag, sem þá hefir
verið nýtt eftir tónskáldið Joh. Schop. Lagið
er prenlað i Höfuðgreinabókinni, Hól. 1772,
en er þar nokkuð breylt frá frumlaginu, enda
er það ef til vill tekið eftir minni, eða breyl-
ingarnar þólt fara betur við efni sálmsins;
annars er lagið með ýmsum breytingum í út-
lendum söngbókum líka, og jafnvel Þjóðverjar
sjálfir liafa vikið frá því eins og höfundurinn
setti það fyrst við sálminn »Jesu der du
meine Seele« í Rist’s Himlische Lieder, Lúne-
burg 1641—42. Fleiri sálma hefir síra Stefán
ort undir þessu lagi, og er einn þeirra hinn
fagri iðrunarsálmur hans: »Heyr þú, Jesú,
liátt ég kalla«, prentaður fyrst i Litlu vísna-
bókinni Hól. 1757.
Himnarós, leið og Ijós. Sálmurinn er frum-
ortur, en lagið í rauninni hið sama og »Jam
moesta (|uiesce (juerela« með breyttu hljóm-
falli (anapestus fyrir daktylus), og hefir síra
Sletán þýtt útfararsálminn latínska undir það
lag og er sú þýðing: »Pennan tíð þungbært
lýð, þverri harmskvein« fyrst prentuð í 6. útg.
grallarans, Skálh. 1691 jafnhliða annari þýð-
ingu sálmsins: »Syrgjum vér ei sáluga bræð-
nr«, sem þar er líka prentuð í fyrsta sinn,
en er þó líklega nokkuð eldri. Báðar þessar
þýðingar eru í öllum útgáfum grallarans síðan.
Lagið er fyrst í höfuðgreinabókinni Hól. 1772.
Þýðing síra Stefáns er ekki tekin beint eftir
latínska textanum, heldur eftir þýzka sálm-
inum »Nun hör auf, alles Leid, Klag und
Sehnen«. Sá sálmur hefir sama hragarhátt
og lag sem »Himna rós«, og er lagið prentað
við sálminn í »Praxis pietatis melica«, Frank-
furt 1662,1) og að öllu leyti hið sama og í
Höfuðgreinabókinni hjá oss. Nú er lag þetta
horfið úr þýzkum kirkjusöng og vér íslend-
ingar einir, sem syngjum það, en hjá oss
mundi það hafa horfið líka, ef síra Þorvaldur
á Hofi, sonur síra Stefáns, hefði ekki ort
undir það sálmana: »Dagur er, dýrka ber
droltin guð minn« og »Guði vér hefjum hér
helgan kvöldsöng«,
Þessi þýzku lög heíir sira Stefán ellaust
lært á námsárum sínum í Kaujjmannaliöfn
1643—1648. Þá var söngöld inikil í Dan-
mörku eins og víðar, og Kristján konungur
4., sem unni mjög söng og listum, fékk þá
frá Þýzkalandi einhvern hinn frægasta söng-
snilling, er þá var uppi, til þess að kenna
söng við hirðina í Kaupmannahöfn. Sá mað-
ur var Heinrich Schiitz, söngstjóri í Dresden
og lærisveinn hins fræga söngmeistara Jó-
hanns Gabrieli í Feneyjum. Schútz var tví-
vegis í Kaupmannahöfn, 1633—1635 og
1642—1645 og kom þangað með hina suð-
rænu sönglist (óperulistina). Sjálfur var hann
afbragðs tónskáld, hljóðfærameistari og söng-
kennari, og þá orðinn frægur um alla Norð-
urálfuna, enda er hann eiginlega höfundur
hinnar nýrri stefnu sönglistarinnar og í kirkju-
söngnum fyrirrennari þeirra Bach’s og Hán-
dels, er uppi voru hundrað árum siðar.2)
1) Þar er fyrirsögn sálmsins: Der Deutscbe
Prudenlius unverrúckt, Anapástisch. Mel,: Jam
moesta. 0. W. J.
2) Þeir voru þrir uppi um sama leyti pýzku
söngsnillingarnír og jafnaldrar, sem kallaðir voru
stóru essin af því að allir áttu þeir eins atkvæðis
nafn með slafinn S að upphafi og allir þóttu þeir
taka langt frain öðrum Þjóðverjum í list sinni á
þeim tima; það voru þeir Heinr. Schútz f. 1585,
Joh. Schein f. 1586 og Samúel Scheidt f. 1587.
Mikils metin eru verk þeirra allra, en þó er Schútz