Í uppnámi - 20.03.1901, Blaðsíða 3

Í uppnámi - 20.03.1901, Blaðsíða 3
Riddaraþraut. Ef þér setjið riddai'a á einhvern reit á taflborðinu og færið hann svo á annan reit, er hann samkvæmt gangi sínum getur farið á, og því næst á þriðja reitinn og svo framvegis, unz hann hefur farið á alla hina 64 reiti taflborðsins, og einungis einu sinni á hvern þeirra, þá liafið þér gjört það, sem kallað er riddarastökk eða riddaraþraut.1 Þetta riddarastökk er kallað á ensku knight’s tour, á þýzku Rössel- sprung, á ítölsku corso del cavallo og á dönsku Springerens Gang. Þetta er nærri því eins gamalt og skáktaflið sjálft, því að þessi leikur var kunnur fyrir þúsund árum. Riddarinn er einn af þeim skákmönnum, er hafa haldið gangi sínum óbreyttum allt frá upphafi. Þegar hinar austlægari þjóðir, svo sem Kínverjar, Japanar og Síamar, fengu skák- taflið frá Indlandi, föðurlandi þess, þá breyttu þeir gangi nálega allra skákmannanna og jafnvel skákborðinu sjálfu. En riddaraganginn létu þeir haldast óbreyttan eins og hann var á Indlandi. Hann var svo einkennilegux-, að eigi var auðvelt að ummynda hann. Og þessi gamli, upprunalegi gangur riddarans er einmitt sönnunin fyrir því, að þessar austlægari þjóðir lærðu þenna leik af Indverjum, eins og Vesturlanda- þjóðirnar líka gjörðu, svo að skáktafl hvorratveggja ber að sama brunn- inum. Þar eð byrja má riddarastökkið á hvaða reit, sem vera vill, og hægt er að breyta stefnu þess, þá leiðir af því, að mörg hundruð riddarastökk eru til, hvert að meira eða minna leyti ólíkt öllum liinum. Þessi afbrigði hafa ef til vill hvatt lærða stærðfræðinga til að rannsaka málið vísindalega, að leitast við að finna xit eptir hve mörgum leiðum hægt er komast að 64. reitnum, þegar í byrjun er lagt út frá sama reit, að skipa hinum ýmsu leiðum í flokka, og að setja fram stærðfræðis-reglur eða formúlur fyrir þeim. Það hafa því verið rit- aðar og gefnar út á mörgum tungumálum margar bækur um riddara- stökkið og sumar þeirra mjög störar. Og nú á síðari tímum hafa 1 Skylt þessu er það, sem kallað hefur verið á islenzku að rjúfa skjaldborg og að leysa frú úr tröllahöndum; sbr. ísl. gátur, þulur og skemtanir. I, bls. 297—298. 2

x

Í uppnámi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Í uppnámi
https://timarit.is/publication/436

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.