Í uppnámi - 20.03.1901, Blaðsíða 6

Í uppnámi - 20.03.1901, Blaðsíða 6
14 1. Atkvæðin, lesin eptir riddaragangi í skák, mynda vísu. 2. I vísunni er ávarp; “anagramm” af því er algeng lieillaósk við áramót. 3. I stað atkvæða á að skrifa 64 tölur í röð, eptir riddaragangi, þannig: a) að hver röð á langs og þvers útgjöri samanlögð hið komandi ártal, og báðar hornaraðirnar samanlagðar ártalið tvöfaldað. b) að ef skákborðinu er skipt í 16 jafnstór kvaðröt, verði summa þeirra helmingur ártalsins. c) að mismunur hverra tveggja gagnstæðra talna útgjöri 8. Riddaraþraut þessi var búin til á Isafirði á gamlárskvöld 1899 og eru þeir Þobvaldue læknir og stud. mag. Bjökn Bjaiínason höfundar. Ráðning kemur í næsta hepti. Karl XII í Bender. í*á er hinn ljónhrausti konungur Svía hafði beðið ósigur í fólkor- ustunni við Puitava leitaði hann hælis undan eptirsókn Rússa, hinna vægðarlausu óvina sinna, í löndum Tyrkjasoldáns. Úti í smáey í Dniesterfljótinu, rétt hjá borginni Bender, lét hann reisa einskonar stöðuherbúðir. Með honum voru nokkur hundruð Svía og Pólverja, seinustu leifarnar af tveim miklum herskörum, er höfðu fallið sem fórn fyrir hinni takmarkalausu drottnunargirni hans. Síðar bættist við mesti fjöldi af Janizkörum og Tartörum, sem ýmist komu til Bender til að bjóða hinum hrausta en gæfulitla konungi þjónustu sína, því dirfska hans og hreysti var orðin þjóðkunn um alla Norður- og Austurálfu, eða þeir voru sendir þangað af soldáni til þess að hafa gætur á þessum óróagesti. Er saga þessi gjörist hafði Karl konungur setið kyrrt í Bender hálft fjórða ár, og hafði hann og fylgisveit hans sér til viður- væris fé það, er soldán lánaði honum, en hann veitti konunginum heillum horfna af mestu rausn. En að lokum fór svo, að Tyrkjum þótti varhugavert að halda áfram að storka Rússum með þessu; hræddust þeir og að margt illt kynni að leiða af hinum sífelda launróðri Karls konungs, og vildu því koma norræna kappænum af höndum sér. Svíar í fylgisveit lians vildu og engu síður komast á braut til ættjarðar sinnar. Karl konungur lofaði hvað eptir annað að halda burt úr löndum Tyrkja, en loks brast soldáni þolinmæðin og liann sendi nokkra af æðstu herforingjum sínum með ógrynni liðs, og bauð þeim að annast um, að sér v<æri hlýtt, og neyða Karl konung, þó lionum væri þvert um geð, til að fara yfír um Dniesterfljótið. Konungur neitaði að hlýðnast boði soldáns, víggirti herbúðir sínar, og ásamt nokkrum tugum

x

Í uppnámi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Í uppnámi
https://timarit.is/publication/436

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.