Í uppnámi - 20.03.1901, Blaðsíða 24

Í uppnámi - 20.03.1901, Blaðsíða 24
32 havns Skakforeningsendum við hvor öðrum ‘partí,’ sem við höfðum teflt, til að sýna ‘Spillestyrken’ áður en við fórum að tefla pr. Correspondance, og hafði hann látið prenta mitt ‘partí,’ án minnar vitundar. Er þetta hið einasta ‘partí,’ sem eg veit prentað, teflt af 2 íslendingum. Þau 2 ‘partí,’ sem eg tefldi við þenna meðlim af Kjöbenhavns Skakforening og sem vöruðu 3 ár, hafa eigi verið prentuð, það eg til veit. Til að fá sem beztar upplýsingar um Grimsey fór eg til Reykjavíkur og átti tal við Hallgrim bókbindara Pétursson, prests Guðmundssonar í Grímsey, sem sleppti brauðinu 1894 og nú kvað búa á Oddeyri. Beztu skákmenn á eyjunni telur hann Árna Þorkelsson í Saudvík, Yngvar Guð- mundsson í Sveinagörðum, Sæmund Jónatansson og Halldóru Sæmundsdóttir á Sveinsstöðum. Skákbækur heldur hann þar engar vera, og eigi veit hann hvort Grimseyingar hafa teflt við aðra skákmenn á landinu. Yfirleitt skildist mér hann halda ofmikið væri ef til vildi gjört af frægð Grimseyinga sem skákmanna; enda held eg fleiri halda sama. Það virðist og nokkuð ótrúlegt, að skák geti tekið miklum framförum á svo ufskekktum stað, án þess að fá tækifæri til að tefla við sér betri skákmenn og án bóka. — Hinn núver- andi prestur í Grímsey heitir Matthias Eggertsson, og er vel líklegt, að hann og síra Pétur geti gefið betri upplýsingar um Grímseyinga sem skákmenn. Loks í ár hefi eg getað fengið 2 Reykvíkinga til að tefla skriflega skák við mig; en að eins 2 fyrstu leikirnir eru komnir á pappirinn. Þeir eru fangavörður Sigurður Jónsson (bróðir minn) og kaupmaður Sturla Jónsson (sonur yfirdómara Jóns Péturssonar), efalaust með beztu skákmönnum i Reykjavik sem stendur. Eg hefi nú beðið þá að skrifa upp töfl, er þeir tefla saman.” Þetta, er hér fer á eptir, er úr bréfi frá hinum sama (dagé. 12. júní f. á.): “Siðan eg kom hingað, fyrir nál. 37 árum, hefir áhugi fyrir skák talsvert glæðst á Vestfjörðum, eins og víðar á landinu, og hinar nú almennt gildandi útlendu skákreglur eru viðast hvar á landinu búnar að útrýma hinni islenzku ‘valdskák’ og öðrum gömlum skákkreddum. En okkur vantar heppilega kennslubók i skák og skákdálk í einhverju vikublaðinu, til þess að áhuginn á þessu ‘nóbla’ spili verði almennari.” Og nú í hinu síðasta bréfi (dags. 9. nóvbr. f. á.), er vér höfum fengið frá honum, kemst hann þannig að orði: “‘Interessen’ fyrir skák er að lifna. En þvi miður eru það að eins sárfáir, sem hafa not af enskum og frönskum bókum, og eg er opt spurður um, hvort eg geti eigi útvegað skandinaviskar skákbækur fyrir byrjendur. Af þeim þekki eg fáar nema eptir Holst (dönsk) og Collijn (sænsk). Hér í bænum koma nú nokkrir skákmenn saman einu sinni i viku til að tefla, og vona eg, að það verði byrjun til skákklúbbs, auðvitað ‘en miniature,’ þar sem bæarbúar eru alls ekki nema 1000.” * * *

x

Í uppnámi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Í uppnámi
https://timarit.is/publication/436

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.