Í uppnámi - 20.03.1901, Blaðsíða 7
15
Svía, er héldu tryggð sinni við hann, einréði hann að fara hvergi, en
falla þar, ef svo bæri undir. Var nú Tyrkjum nauðugur einn kosturinn
að láta hann á hörðu kenna.
A útlegðarárum Karls konungs var engin sú skemmtun, er hann
gaf sig að með. líkri ástundun og ákafa og skáktafi. Eins og flestir
herstjórnendur, allt frá dögum Tímúrs hins mikla og til Napóleons,
sem var enn meira mikilmenni, hafði norræna hetjan lagt ástríki mikið
á þessa eptirmynd hernaðarins. Hann tefldi optast við hinn hrausta
og trausta Pólverja, snyrtimennið Stanislaus Poniatovski, og við Svíann
Christian Albert Grothusen, göfuglyndan, gáfaðan og drottinhollan
mann, en lét sér þó stundum lynda að tefla við suma af tyrknesku
liðsforingjunum, er með honum voru. Voltaire minnist á nokkrar af
skákraunum hans og Grothusens, en um tafl hans við Poniatovski vita
menn ekki annað en það, sem stendur hjá sænska sagnaritaranum
Fryxell. Oss hefur ekki tekizt að finna uppruna hinnar hlægilegu
sagnar, að Karl konungur hafi vanalega tapað í skáktafli, vegna þess
að hann lék konungi of fljótt út .á borðið, þar eð hann hafði mjög
öfgamiklar hugmyndir um þýðingu þjóðhöfðingja. En saga sú, sem hér
er sögð, og er sönn, sýnir það berlega að hann var allt of göður
taflmaður til þess að leika svo heimskulega.
Fortjald tímans er nú dregið upp, og vér sjáum Karl konung og
Grothusen sitja að tafli síðla dags í síðari hluta janúarmánaðar 1713.
Um morguninn höfðu þeir riðið fram og aptur um víggirðingarnar, en
í kring um þær sátu nú þrjátíu þúsundir Tyrkja og Tartara f her-
búðum sínum. Enn voru Tyrkir
ekki hyrjaðir á hinum áköfu á-
hlaupum, er hófust nokkrum dögum
síðar, en þeir sýndu konunginum
umsetna við hverju hann mætti
búast, með því' að skjóta við og
við fallbyssu- eða byssukúlum, sem
þutu hvínandi yfir hús það, er kon-
ungur var í, og stundum gegnum
það. Nú var liðið á taflið, og hjá
Karli konungi, sem lék hvítu mönn-
unum, stöð taflið miklu betur.
Hann starði lengi á taflstöðuna
með hinni aðdáanlegu ró, sem
hann kunni svo vel að bregða á sig, þegar hann var f hættu
staddur; loksins boðaði hann mát í þrem leikum. Hann var varla
búinn að sleppa orðinu, þegar kúla mölvaði rúðu í glugganum og
endaði rás sína með því að taka af borðinu og mola í smátt hvíta