Í uppnámi - 20.03.1901, Blaðsíða 12

Í uppnámi - 20.03.1901, Blaðsíða 12
20 og í næsta leik 16. Hfl—al; þá liefði drottning hans alls eigi getað komizt undan. 16. Dg5—eS h7—h6 Þér haíið verið svo hygginn að hörfa aptur með drottningu yðar til þess að valda riddarapeð hennar, en það var áríðandi, af því að það valdar riddarann. Svart lék h7—h6 til þess að koma í veg fyrir, að drottningin kæmist aptur á sama reit, en þar stóð af henni mikil hætta. 17. h2—h3 Kg8—h8 Báðir þessir leikir eru dæmi upp á það, sem í skák er kallað “tapaður tími,” þar sem þeir eru báðir ónauðsynlegir og koma taflinu ekkert áfram. Þess var að vænta, að yður yfirsæist að nota tækifærið, sem bauðst, til þess að drepa drottningu mótstöðumanns yðar. Slík færi bjóðast viðvaningum í liverju tafli án þess þeir taki eptir. 18. f3—f4 b7—b6 Enn einu sinni liafið þér eigi séð góðan leik. Þér gátuð hættulaust leikið 18. De3 X h6f, af því að svart gat eigi drepið drottningu yðar með kongsriddarapeði sínu án þess konginum yrði skák af biskupi yðar. Allan þenna tíma hefur mótleikandi yðar eigi heldur tekið eptir, í livaða hættu drottning hans var og þar að auki hefur hún verið honum alveg gagnslaus. 19. g2—g4 b6—h5 Seinasti leikur yðar var ekki góður. Með því að setja peðið á riddara yðar, hyggst svart að vinna einn mann, því að biskup yðar stendur eptir óvaldaður, er þér leikið riddaranum burtu. 20. g4—g5 b5 x c4 Það var mjög auðvelt fyrir yður að bjarga riddaranum. Fyrst og fremst gátuð þér leikið 20. De3xc5 og þannig sett drottninguna á kongshrók lians; hvort sem liann hörfaði undan með hrókinn eða lék drottningarpeðinu fyrir, þá gátuð þér drepið peðið, sem stóð á riddara yðar. Ennfremur gátuð þér leikið 20. De3—d2. Ef svart hefði þá dirfzt að taka riddarann, þá liefóuð þér getað tekið drottningu lians með því að leika 21. Bb2xg7f af því að drottning hans varð þá berskjölduð fyrir drottningu yðar. Svart hlaut að bæta úr skákinni annaðhvort með því að drepa biskupinn eða með því að færa konginn á annan reit, en þá munduð þér hafa drepið drottningu hans. Af taflstöðunni, eins og hún er nú, má margt læra og því ber að veita henni alla eptirtekt. Svart. Hvítt.

x

Í uppnámi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Í uppnámi
https://timarit.is/publication/436

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.