Í uppnámi - 20.03.1901, Blaðsíða 26
34
Pyrsta skákdæmið, er prentað var á íslandi eða á islenzku, var þri-
leiksdæmi það, er hér fer á eptir.
Svart.
Það kom út í FjallkonuDni (V. ár,
nr. 1., 10. janúar 1888), því að það
blað hafði fengið sér skákletur. Svarti
hrókurinn á a4 var af ógáti prent-
aður sem þriðji hvíti hrókur á
borðinu, en sú prentvilla var leiðrétt
í nr. 7. (8. marz), þegar ráðningin var
gefin. Næsta skákdæmi var fjórleiks-
dæmi í nr. 3.—4. (81. janúar). Því
næst kom enn fjórleiksdæmi í nr. 7.
ásamt ráðningunum á tveim fyrstu
dæmunum. Fjórða og síðasta skák-
dæmið, er birt var í Fjallkonunni
og einnig var fjórleiksdæmi, var í
nr. 17. (18. júní), en ráðningarnar á
tveim síðustu dæmunum voru aldrei prentaðar. Ritstjórinn birti fangamörk
þeirra manna, er ráðið höfðu dæmin, og voru þau: 0. R., M. E., S. J.,
Sigf. J., og S. E. Hver mundi geta gefið oss upplýsingar um, hvaðan þessi
skákdæmi eru komin og hverjir eru höfundar þeirra?
Hvitt mátar í 3. leik.
Útlendar skáknýungar.
I Monaco á norðurströnd Miðjarðarhafsins (Riviera) hafa verið haldnar
kappskákar i ár. Þær byrjuðu 1. febrúar og voru þar þessir skákmerm úr
fyrsta flokki: Alapin, Janovski, Tsjigorin og Winawer (Rússlandi); Marco og
Schlechter (Austurríki); Mieses og von Scheve (Þýzkalandi); Reggio (Ítalíu);
Didier (Frakklandi); Blackburne, Mason og Gunsberg (Englandi); Lipschútz
og Marshall (Bandaríkjunum) — en þeir eru ekki allir úr allra-fyrsta flokki.
Fjórir hinir frægustu taflmenn heimsins — Lasker (skáksigurvegari heimsins),
Pillsbury (skáksigurvegari Atneríku), Burn og Maroczy — voru allir fjær-
verandi. Forstjóri kappskákanna var Jules Arnous de Riviére, er fyrir eina tíð
var helzti taflmaður Frakka, en teflir eigi framar. Hver þessara 15 manna
lék eitt tafl við sérhvern hinna, og sá sem vann flest töfl, fékk hæztu
verðlaunin. 1. marz voru verðlaunin veitt skákmönnunum. Fyrstu verðlaun
(5000 franka) hlaut D. Janovski (ÍO1/^ leikir); önnur verðlaun (3000 franka)
hlaut Carl Schlechter (9 '/2 leikir); hin þriðju (2000 franka) og hin íjórðu
(1000 franka) hlutu að jöfnu Michael Tsjigorin (9 leikir) og Theodor von
Scheve (9 leikir). Töflin verða að líkindum birt í sérstakri bók.
* *
*
Ráðningar á skákdæmunum og tafllokunum koma í næsta hepti.