Í uppnámi - 20.03.1901, Blaðsíða 11

Í uppnámi - 20.03.1901, Blaðsíða 11
19 drottningarbiskup yðar í'rá að komast út á borðið. Svart fer rétt að, er það færir annann mann þannig, að hann stendur á konungspeði yðar. 9. f2—f3 Rc6—e5 Þar sem þer völduðuð kongspeð yðar með peði kongsbiskupsins, gjörðuð þér glappaskot, sem er mjög algengt hjá byrjendum; þegar þér hafið fengið meiri æfingu, munuð þér sjá, að það er sjaldan gott að leika f2—f3, og í þetta skipti hafið þér komið í veg fyrir að þér getið hrókað að minnsta kosti fyrst um sinn, af því að drottning mótstöðumannsins ræður reitnum (gl), sem kongur yðar ætti að standa á, ef hrókað væri. Seinasti leikur hins svarta var rnjög hyggilegur. Hann setur aptur mann á biskup yóar og um leið kemur hann drottningarriddaranum og kongsriddaranum í samvinnu á móti liði yðar, þar sem það er veikast fyrir. 10. b2—h3 Dd4xal Hvaða dauðans vitleysa er þetta, sem þér gjörið! Þér hafið verið hræddir um biskupinn, sem var í hættu, og þér þorðuð eigi að hörfa aptur með hann til b3 af hræðslu fyrir því, að riddari mótstöðumannsins mundi skáka á d3, og svo hafið þér komið drottningarhrók yðar í uppnám! Svart drepur hann auðvitað, og þar eð hann hefur orðið fyrir slíku happi, ætti liann auðveldlega að geta unnið. 11. 0—0 (þ. e. konungurinn er færður á gl og hrókurinn á fl). 11.................. Re5xc4 12. Rd2 x c4 0—0 13. Ddl—d2 c7—c5 Seinasti leikur yðar var mjög góður; þör liatíð séð, að svart gjörði glappaskot, þar sem hann ekki liörfaði undan með drottninguna jafn- skjótt og hann hafði drepið hrók yðar, og þér hafið fastráðið, ef mögulegt væri, að koma í veg fyrir, að hún sleppi í burtu, með því að fá ráð yfir öllum reitunum, sem hún getur farið á. Svarti sér hættuna og leikur 13..., c7—c5, til þess að bjarga drottningunni með leiknum 14...., Dal—d4f. 14. Bcl-—b2 Dalxa2. Þarna lékuð þér biskupnum á réttum tíma. Hann hindrar að vísu eigi drottninguna frá að sleppa undan í fyrsta eða öðrum leik, en hann veitir yður færi til atlagna og til þess að fá ráð yfir miklum hluta reitanna. 15. Dd2—g5 Rf6—e8 Mjög vel leikið hjá báðum. Er þér lékuð Dd2—g5, ógnuðuð þér með að drepa riddara hans þegar í stað með biskupi yðar, sem liann gat eigi drepið á eptir (með g7 X f6) án þess að kongur lians stæði í skák. En í stað þess að gjöra þetta, hefðuð þér getað leikið 15. Rc4—a5

x

Í uppnámi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Í uppnámi
https://timarit.is/publication/436

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.