Í uppnámi - 20.03.1901, Blaðsíða 10

Í uppnámi - 20.03.1901, Blaðsíða 10
18 hugsar sér að koma í veg fyrir það með því að leika öðrum manni (drottningarriddara) þannig, að hann ráði d4. 4. d2—d4 e5 X d4 Jf 5. c3 X d4 Bc5 X d4 Nú liafið þér leikið án þess að hugsa yður vel um. Þriðji leikur liins svarta B,b8—C6 var klaufalegur, og gaf yður tækifæri til að vinna yður mikið í haginn, en þér notuðuð það ekki, og misstuð í staðinn gott peð, en fenguð ekkert fyrir. Grætið nú að, svar yðar upp á þriðja leik hans (4. d2—d4) var nógu gott, en er hann tók peð yðar með sínu peði (þ. e. 4.., e5 x d4), þá hefðuð þér eigi átt að drepa aptur hans peð (5. c3xd4), heldur hefðuð þér átt að leika 5. Bc4xf7j-, og þá hefðu leikirnir líklega orðið þannig: 5. Bc4xf7f 5. Ke8xf7 6. Ddl—h5f 6. Kf7—f8 7. Dh5xc5f Við þessa breytingu sjáið þér, að svart hefur misst peð kongsbiskups og það, sem verra var, hann hefur tapað réttinum til að hróka, af því að hann var neyddur til að flytja kong sinn. Að vísu liafði hann í bili unnið biskup fyrir peð, en það var augljóst, að hann lilaut einnig að missa biskup, er þér lékuð 6. Ddl—li5f. Að vísu þurfti hann eigi að drepa biskupinn með konginum, enda þótt hann yrði að flytja konginn, en þér hefðuð þá getað leikið 6. Bf7 x g8 og fengið hetri leik. En nú skulum við halda áfram tafiinu eins og það var: 6. Rgl—f3 Dd8—f6 Að færa riddarann var góður leikur; þér ógnið eigi að eins honum með því að taka biskupinn, heldur losið þér einnig reitina milli kongs og hróks hjá sjálfum yður, og fáið nú færi á að hróka, er þér þurfið. Svart hefði gjört betur í að hörfa aptur með biskupinn, í stað þess að valda hann með svo góðum aðalmanni, sem drottningunni; hann hefði átt að leika 6..., Bd4—b6. 7. Rf3xd4 Df6xd4 Báðir hafa leikið vel nú síðast. Þér hafið gjört rétt í að drepa biskup hans, því að hann stóð á peði drottningarriddarans; og svart lék rétt, er það drap með drottningunni en eigi með riddaranum, af því að hann hafði einu peði fleira og hafði hag af því að fara í drottningakaup. 8. Rbl—d2 Rg8—f6 Þér hafið leikið rétt, þar sem þér fóruð eigi í drottningakaup, en völduðuð biskup yðar og kongspeð, sem báðum var hætta búin af drottningu mótstöðumanns yðar; en þér hefðuð getað gjört allt þetta án þess að hindra gang nokkurs af mönnum yðar, með því að leika 8, Ddl—e2; en eins og taflið stendur núna, hindrar riddarinn algjörlega J

x

Í uppnámi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Í uppnámi
https://timarit.is/publication/436

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.