Í uppnámi - 24.12.1902, Page 19

Í uppnámi - 24.12.1902, Page 19
77 2. d4—d-5 =(=, en hin tvö mátin i því (eptir d6 — d5 eða Ke6—f5) eru einlds virði, þó er þetta dæmi það fjórða i ruðinni. Þá er dæmið “Dáð’, það hefur tvær úrlausnir, sem só auk þeirrar, sera gefin er: 1. Hc3—c5, f6—f5; 2. Hg8—g6=j= og kemur það af því að hrókurinu á c3 er alveg óþarfur fyrir úrlausn höfundarins”. Þannig hefur þá farið þessi skákdæma-samkeppni, að engin dæmin hafa fullnægt skilyrðunum fyrir verðlaunum. Við opnun nafnaseðlanna sást það, að höfundar dæmanna eru þessir: stud. art. Sigurbur Guðmundsson á Eyrarbakka, að Z. Nr. 1, Nr. 2 og Nr. 3; Benedikt Einarsson á Valdastöðum i Kjós, að “Hugfró”, “Dáð”, “Dægradvöl” og “í Uppnámi”, og realstúdent Gubmundur Bergsson á Isafirði að dæminu “A good two-mover is probably the most difficult to compose’ . Dæmi hins síðast-talda er bezt. og þó að það geti ekki talizt vert þeirra verðiauna, er heitið var, verður það þó sæmt 20 kr. verðlaunum. Utan úr skákheimi. 320 danske Skakopgaver særlig 1878— 1892. Samlede og udgivne af J. Jespersen. Stholm (Gustaf Lindströms forlag), 1902. 8 vo. 208 + 31 bls. Þegar Ros hafði gefið út hið svenska skákdæmasafu sitt í fyrra, var það ekki nema sjálfsagt, að Danir sýndu líka, hvað meistarar þeirra hefðu gjört i sömu grein. Þessi bók Jestersen’s er og sniðin í sama móti og hin, gefin út af sama forlagi og að hvötum hins sama manns (L. Collijn’s). I bókinni eru nálega eingöngu dæmi frá árum þeim, sem nefnd eru á titilblaðinu, þó einstök dæmi tekin frá fyrri árum, er því áframhald af safni þeirra Arnell’s og Sörensen’s. Fyrst er “problem- teoretisk indledning” og eptir það koma dæmin sem eru 56 tveggja^ leika-, 187 þriggja leika-, 47 íjögurra leika, 2 fimm leika og 28 sjálfsmáts-dæmi, ennfremur 16 tafllok og allt er þetta eptir 42 danska höfunda. Bókin er snotur að ytra frágangi að öðru en því að sagt or að í henni séu margar háskalegar prentvillur og er það leitt, en hefur margan góðan manninn hent. Nokkrar prentvillurnar eru leiðréttar í október-heptinu af “Tidskrift för Schack”. Bókin kostar í kápu 3 kr. —Skákþing hins þýzka skáksambands hófst í Hannóver 20. júlí síðastliðin. I sambandinu eru nú 58 félög og þar að auki 151 einstakir felngar. Fyrsta daginn var auðvitað haldið þing til að ræða félagsmál, gjöra griin fyriv st.örfum sambandsins, fjárhag þess, ákveða hvað gjöra skyldi i framtíðiuui, kjósa stjórn og annað því um likt, sem gjörist á hverjum aðalfundi allra félaga og sambanda. Formaður var kosinn prófessor, dr. GEinrARDT með 971 atkv. Eptir þet.ta byrjuðu kapptöttin ásamt. þnim hátíðahöldum, sem 7

x

Í uppnámi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Í uppnámi
https://timarit.is/publication/436

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.