Í uppnámi - 24.12.1902, Page 28

Í uppnámi - 24.12.1902, Page 28
86 Eptirmáli. Með þessu hepti endar “I Uppnámi” göngu sína Það hefur að vísu ekki orðið gamalt, en til þess var heldur ekki ætlazt, þegar það var stofnað; það átti einungis að vera byrjun íslenzkra skák- bókmennta og koma því af stað, að fleira af sama tagi liti dags- ljósið, ennfremur yfirböfuð vekja athygli manna á skákbókmenntum og bóklegri þekkingu og stundan skáktafls og stuðla að útbreiðslu þessarar fögru, göfugu listar meðal Islendinga. Vér sjáum líka, að það hefur náð því takmarki, er því var ætlað; skákfélög hafa verið stofnuð víðsvegar um land og meðal Islendinga erlendis og blöð hafa tekið að birta skákdálka; viljum vér einkum benda á skák- dálkinn í “Þjóðólfi” sem þann helzta og líklegan til að halda skák- lífinu við framvegis þar til annað íslenzkt skáktímarit rís upp og vonum vér, að þess verði ekki langt að bíða. Sendum vér svo lesendum vorum og öðrum skákvinum beztu skákkveðju og óskum hinu íslenzka skáklífi vaxtar og viðgangs. Útgefend urnir.

x

Í uppnámi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Í uppnámi
https://timarit.is/publication/436

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.