Heimir - 15.07.1904, Page 6
INNGANGSORÐ.
það er sjálfsagt skylda allra þeirra, er setja af stað nýtt blað,
að gjöra grein fyrir jjví, í hvaða tilgangi þaö sé gjört, og eins
hinu, hvað það sé, er fólk er beðiö að kaupa og styrkja með á-
skrifendagjaldinu. Enda er ekkert á móti því, að þeirri skyldu
sé gegnt, úr því svo mörg blöð eru nú þegar gefin út á íslenzku,
að þörfin virðist fremur leita í þá áttina, að þau fari fækkandi
en ekki fjölgandi. það er því ekki nema sanngjarnt að krefjast
jjess, að hvert blað gjöri grein fyrir tilveru sinni um leið og það
hefur göngu, þótt ekki verði á móti því borið, að margt bæði
dautt og lifandi byltist svo fram og aftur um heiminn, að það
virðist lítinn tilgang hafa eða alls engan, og þess vegna sé ekki
í öllum tilfellum jafn ríKt eftir þeirri kröfu gengið.
það, sem vakti fyrir stuðningsmönnum })essa fyrirtækis með
því að koma á fót riti þessu, var það, sem er á allra manna vit-
orði, að hversu rnörg sem blöðin hafa gjörst á meðal vor íslend-
inga, þá er þó ekki eitt einasta þeirra enn sem komið er, er tek-
ið hefir á dagskrá trúinál í þeinr skilningi, að ræða þau hlut-
drægnislaust og leitast fremur við að fræða menn í þeim efnum
en tefja rannsókn þeirra. En það er mál, sem ætti þó að sæta
meiri eftirtekt hjá oss Ef það er nauðsvnlegt fyrir vora þjóð-
arlegu velgengni, að vér fáum kynst sem bezt sálarlífi erlendra
þjóða, svo vér fáum með því auðgað vort eigið sálarlíf, þá ætt-
um vér ekki að vera þau börn, að álíta að slíkt væri hægt, og
þó ganga fram hjá trúarbrögðunum. Satt er það, að í bók-
mentum hverrar þjóðar kemur í ljós hennar andlega líf, en ef
trúmálaritin eru þar undan þegin, þá er fyrst og fremst gengið
fram hjá stórum hluta bókrnentanna, og svo í öðru lagi yrði stór
hluti þess, sem eftir væri skilinn, óskiljanlegur vegna.þess, að
hann er svo nátengdur trúarhugsjónum þeirra, er rituðu.