Heimir - 15.07.1904, Side 8
4
H E I M I R
vor. þeir menn hafa lofaö aö styrkja rit þetta, og útgefendurnir
æt!a engu þar um aö heita, hversu þaö veröur af hendi leyst.
Almenningur er þegar oröinn þeim mönnum svo kunnugur, a‘ö
frekari málalenging um þá þýðir ekkert.
Aö efiingu pólitískra flokksmála ætlar rit þetta sér ekki aö
vinna, en ritgjöröir um stjórnmál og anda þann, sem er ríkjandi
í ýmsum lagaákvæöum og framsóknar baráttu hinna mentuöu
þjóöa, mundi þaö gjarnan kjósa aö geta flutt, en lofar þó engu
um þaö, því þaö verður að vera undir atvikum komiö, hvert
nokkuö þessháttar fæst. þaö eru ekki allir vaxnir því verki, aö
rita um þau mál, svo í lagi sé, enda kannske lítil krafa gjörö í
j)á átt enn sem komiö er. Vanalegast endar alt á „Fjórðu bæn"
aö viðauknu „Fyrsta boðorðinu".
Æfiágrip merkra manna, smásögur og ýmsar fleiri ritgjörö-
ir, er kunna aö berast oss, vonumst vér eftir aö rit ])etta flytji,
ef því endist aldurinn til, en það er algjörlega undir þ,ví koiniö,
hverjar viötökurnar veröa. Utgefendurnir bera þaö traust til
almennings, aö þótt hann sé um fátt spurður af því, sem gjört
er, þá fái hann þó ráðiö því, aö kaupa þaö og borga, geðjist
honum að því, og geti það orðiö til uppbóta nokkru því, er nú
er ábótavant í blaöaheimi vorum, geti það orðiö nokkrum til
uppörvunar og styrktar í þeirri seinförnu og vegalausu eftir-
leit, sein margur hefir ráðist í fylgdarlaust.
Stórmerki og kraftaverk býðst Heimir ekki viö aö afreka,
en fylgd getur hann boðiö, þann starfa hefir hann af hendi leyst
áður.