Heimir - 15.07.1904, Side 13

Heimir - 15.07.1904, Side 13
H E I M I R 9 þess aö missa þar viö meydóm sinn, og fyrir þaö bæri henni stærri lotning en fjölda Kerúba og meiri vegsemd en fjölda Serafa. Aö því loknu var efnabrevtingin álitin fullgjör, og tók þá presturinn dúkinn, er lá yfir diskinuin, skar síöan brauömola þann, er lá í miöiö, í fjóra hluti, dýföi bitunum í vínið og stakk upp í sig. Með því var álitiö, aö hann heföi kyngt skamti af guös líkama og nærst á hans blóði. Þar næst dró presturinn til hliðar fortjaldið, opnaöi miödyr milliþilsins og tók gullstaupiö í hönd, gekk fram úr dyrunum, og þeim, er æsktu þess, bauð hann einnig aö meðtaka guös lík- ama og blóð, er í væri bolla þeim, er hanu héldi á. Nokkut börn færöu sig innar, sem óskuðu þau aö fá aö bragöa á staupi prestsins. Þegar hann haföi spurt börnin að heiti, sökti hann spæni í bollann og færöi upp í spónblaöinu með mikiili varasemi brauö- mola gegndropna af víni, og færöi lengst ofan í kok hverju barni, en djákninn strauk þeim um munninn og söng við gleðilag, aö nú heföu börnin etið guös líkama og drukkið hans blóð. Að því búnu snýr presturinn sér við og fer aftur inn á bak við milli- þilið með bollann í hendinni, og át þar alla bitana, er eftir voru líkamans, og saup blóödropana síöustu úr staupinu, saug kamp- inn, strauk sér um munninn, og með svo röskum skrefum gekk hann fram úr dyrunum aftur, aö kálfskinns-stígvélin hans buldu og brökuðu. Aöal hluta þessarar guösþjónustu var nú lokið. En sökum þess, aö hann langaði til að veita hinum ólánsömu föngum um- bun nokkra og hughreystingu, lengdi hann nú guösþjónustuna með annari, er var á þessa leið: Hann færði sig nú upp að lík- neski nokkru, er tákna átti ímynd guös þess, erhann hafði verið að eta, gullslegnu, svörtu um höfuð og hendur, uppljómuðu með tugum logandi vaxkerta, og byrjaöi þar að tóna og syngja eftir- fylgjandi orö í annarlegum og óviðfeldnum róm. „Jesú ljúfasti, vegsamaöur af postulunum, Jesú, prísaöur af píslarvottunum, almáttugi konungur, frelsa mig, Jesú minn frels- ari. Dýrölegasti Jesú, ver þeim miskunsamur, er ákalla þig, frelsari Jesú. Bænfæddi Jesú, alla þína dýrðlinga og alla þína

x

Heimir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.