Heimir - 15.07.1904, Side 16

Heimir - 15.07.1904, Side 16
12 H E I M I R ist vera kominn til þess aö leysa þá, er biöi í böndum, og frelsa þá, er fangnir væri. Aö alt það, er hér fór fram, væri það mesta guðlast, virtist engum koma til hugar, er viöstaddir voru, né og hitt, að með því væri Kristur spottaður og honum sýnd hin naprasta fyrirlitn- ing, sem þó var alt í hans nafni gjört. Það var eins og enginn áttaði sig á því, að upphleypti, gullni róöukrossinn, sem presturinn rétti aö fólkinu til að kyssa, væri aö eins eftirlíking gálga þess, er Kristur var festur á fyrir þaö, aö formæla samskonar athöfnum, og hér voru framdar. Sú hugsun flaug engum í huga, er þar voru nærstaddir, að prestar þeir, er þættust eta og drekka líkama Kristsogblóð með því, aö neyta nokkurra brauömola og víndropa, í raun og sann- leika ætu líkama hans og drykkju bans blóð, þó ekki væri í víni og brauömolum, heldur með því aö táldraga „þessa smælingja", sem hann sjálfur líkti sér viö, með því að firra þá allri heill, en undiroka þá eymd og kvölum, með því að fela fyrir þeim þau fagnaðarerindi, er hann kom til að boða öllum mönnum. Presturinn gjöröi sína vísu með værustu samvizku, því frá • barnsbeini haföi honum veriö kennt aö skoöa þá trú hina einu réttu, er allir hinir fornu dýrölingar höfðu haft, og kyrkjan hélt viö enn og keisaravaldiö skipaöi. Hann trúöi því ekki, að brauð- iö yröi að holdi, né aö það væri lífssKÍlyrði fyrir sálir manna, að tóna öll þessi orð, né því, að hann heföi virkilega gleypt nokk- urn hluta guðs Því gat enginn maður trúað En hann trúði því, að þaö væri skyldugt, að viðhalda þessari trú. Þaö, sem styrkti hann mest í þeirri skoðun, var það, að með því að uppfylla kröfur þeirrar trúar, hefði hann nú í síðastliöin 18 ár notið allgóöra tekja, svo að hann hafði getað framfleytt sér og sínum á sómasamlegan hátt, látiö s' n sinn stunda háskóla- nám og sent dóttur sína á „prestdætraskólann". Rétttrúnaður djáknans var mikiö á sömu leið og prestsins, að því einu undanteknu, aö hann var stórum sterktrúaðri á nyt- semi kyrkjunnar en presturinn. Hann var fyrir löngu búinn að gleyma öllu innihaldi játninganna og trúaratriðanna, en mundi nú að eins orðið bænirnar fyrir framliðnum og sálumessurnar og að hvort um sig var vissu verði selt, er allir sannkristnir menn

x

Heimir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.