Heimir - 15.07.1904, Side 19

Heimir - 15.07.1904, Side 19
H E I M 1 R 15 Eitt hiö allra nauðsynlegasta hverjum manni er þaö, aö hann eignist sannfæringu, en ekki þaö, að hann verjist aö sann- færast um nokkurt mál. An þess er hætt við, aö æfistarfið verði heldur slitrótt, og það verði æði margar nýjar bætur á gömlum ilíkum. Því þar sem ekki er sannfæringar vottur fyrir, þar er aldrei farsællega starfað. Aldarhátturinn á meðal lægri stéttar manna er nú um þess- ar mundir sá, að happadrýgst sé, að slá engu föstu, því með því geti enginn lagt á menn nokkur bönd. Af þesskonar hugmynd- um er alveg fullt, og hver sögufróður maður getur fullvel skilið, hvernig A því stendur. Það eru skoðanir, er lifðu og ríktu hjá þeim, er lengst komust nú fyrir tvö hundruð árum síðan, en í hinni áframhaldandi menningarbaráttu þjóðanna hafa orðið að rýma fyrir nýrri og betri hugsjónum, unz nú er komið svo, að þær eru komnar niður til þeirra, er á lægstu tröppunum standa, eða þeir upp til þeirra, hvort sem maður heldur vill nefna það. Þegar vissum skoöunum farnast svoj þá um leiö tapa þær sínu forna gildi. I sjálfu sér er það fullnægjandi dómur yfir þær, að þær hafa orðið að víkja, og ekki getað gagnað í fram- sóknarbaráttu tilverunnar. En svo er það í öðru lagi, að með því að hætta aö vera leiðarstjarna hugsandi hluta mannfélagsins og falla niður í mannfélagsgrómið, afskræmast þær svo, að þótt að efninu til séu þær að nokkru leyti það sama, þá fá þær á sig annan blæ, koma fram á ný í glishjúpi og gífurmælum, og verða sem andlegar portkonur á hinum óæðri torgum heimsmenning- arinnar. Það helgar því ekki þessar skoðanir, hversu þær hafa verið, né hvers þær hafa verið, afkoma þeirra sýnir, að þær eru orðnar einkis verðar nú. Þannig sér maður, hvernig gengur til í trúarbragðaheimin- um. Alt af stöðugt falla fornu hleypidómarnir dýpra og dýpra. Og nú er óhætt að fullyrða, að þeir séu flestir komnir ofan í mannfélagsgrómið. Jafnvel uppáhalds flíkur gömlu orthodoxíunnar eru nú farn- ar að stássa að eins utan á svertingjakroppunum í Afríku, svo að „það hylur valla götin göt á garmskinnonum", nema því að eins, að þeir fari að fá sér eitthvað annað til að vera í, svo eru þeir búnir að ganga nærri sér.

x

Heimir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.