Heimir - 01.10.1905, Qupperneq 20
244
H KIMIR
beinum og merg. Ekki svo mjög í því, sem menn kveöa, eins
og í því, sem þeir hugsa og lifa.
I fyrra skifti, er Þyrnar komu út, þóttu þeir guðleysis rit,
nú viö aöra útgáfu aö eins mergjaö ádeilurit. Mikil eru þau
sinnaskifti, er menn hafa tekiö síöan. Já, mikil, og þökk sé
hrópandans rödd— og þökk sé skáldinu góöa.
Innihald „Þyrna" er ekki mjög margbrotiö.' Það er eigin-
lega ein hugsjón, sem öll aöal kvæðin snúast um. Og hugsjón-
in er Rcttlœti. Meö þeirri einu hugsjón sem mælikvaröa, eru
svo hinar ýmsu stofnanir, hættir og venjur manna mældar. Og
sem einkenni réttlætisins, er skáldið leitar aö í lifi og högum
manna— og jafnvel guös á himnum, eins og menn hugsa sér
hann—, er kærleikur, friður og fögnuður, frelsi og lífsgleði,—
fögnuöur yfir þeim mikla feng aö vera lifandi maöur meö ást,
þrá, tilfinningu og hita í hjarta. Og aðra eins vörn réttlætinu
og kröfu til þess, og „Þyrnar" eru, hefir ef til vill enginn annar
dirfst aö kveða til þessa dags.
En öll leit skáldsins að frelsinu, kærleikanum og réttlætis-
tilfinningunni í mannheimum er þyrnivegur. Þaö er hvergi til.
Aumingja vesalings mennirnir, þeir eiga enga tilfinningu nema
áhyggjuna fyrir því, hverju þeir skuli klæðast, hvaö þeir skuli
eta eöa drekka, og endruin og eins að þeir fá sára tilkenningu
eins og Ambáles, þar sem vöndurinn hefir sárast sorfiö. Mann-
kynið alt er eins og þjóflettur þræll, holrifin hind eða músétinn
sauður. En þó er sál til, og æðri hugsjóna þrá ýmist sofandi
eöa vakin til hálfs, er hafið gæti almenning upp úr þessari niö-
urlægingu, ef ekki reyröi eins aö viöjar vanans og hlekkir harð-
stjórans.
En hví eru menn í böndum— og hver er haröstjórinn ? —
Kyrkjan og keisarinn— kyrkjudómurinn og keisaradómurinn.
Skáldiö snýr sér því aöallega aö kyrkjunni. Hún hefir verið
valdmeiri og áhrifameirr en keisaradómurinn. Af henni krefst
hann réttarins, er hún hefir haldiö fyrir þjóöunum. Aö henni
beitir hann öllum sínum örbeittustu skeytum í kvæöunum „Ör-
lög guöanna", „Örbyrgö og auöur", „Ljóniö gamla", „Bókin
mín", „Bæn Faríseans", „Á spítalanum" o. fl., en til þeirra