Heimir - 01.03.1906, Blaðsíða 20

Heimir - 01.03.1906, Blaðsíða 20
68 H E I M I R af, og dýflissa hans —helvíti— var miklu voðalegri en dýflissa nokkurs jarðnesks konungs. Synir Njáls höföu nú framið eitthvert hið versta ódæði, er þeir drápu llöskuld, og Njáll gat ekki gengið þess duldur, að helvítis eldur væri þeitn vís—og hvaö stoðaði þá að sættast Við ættingja Höskuldar? Héi þurfti góðra ráða við, og hinn ráða- góði Njáll fann það er hai.n hu ;ði að vel mundi gefast. En það var að láta brenna inni syni s'na. Sjalfur vildi hann inni brenna með þeim, til þess ekki að þuría aö hefna þeirra. Von- aði hann, að guð væri svo iniskunnsamur, að hann mundi eigi láta brenna sonu sína bæði þessa heims og annars, — fyrst á Bergþórshvoli, en síðan í helvíti. Njáli kemur ekki til hugar, að láta syni sína skriftast og taka lausnir, og ekki getur þess, að neinn þar á Bergþórshvoli sakni prests eða biðji fyrir sér ákaflega—eins og Gissúr Þor- valdsson í Flugumýrarbrer.nu.— Er þetta atriði fremur til að gera söguna alla sennilega, þegar þess er gætt, hversu kristnin var þá ung, og ky.kjuva dið á Islandi. En í andlátssálmi Hallfreðar, sem auðvitað er traustara sönnunargagn en brennusagan, tr eins og prestalundarþörfin gægist fram, enda ber þess að gæta, að Halllieður hafði tekið kristni erlendis og dvalið þar lengi, það \ai fyrir fortölur sjálls „postulakonungsins" Ólafs Tryggvasonar að hann var neyddr frá Njarðar niðjuin, Krist að biöja. í frásögunni um brennuna rekur meistarinn smiðshöggið á skapferlislýsingu Njáls, vitringurinn er sjálfum str samkvæmur fram á sitt dánardægur. Einrnitt af því að hann er „langsýnn ok drenglyndr" velur hann sonum sínum og sér hinn versta dauðdaga. Líklega hefir slíkt, sem nú var sagt fr.í, verið sjaldgæft í fyrstu kristni á Islandi, en hitt miklu algengaia, að menn hafa dáið eins og þeir vissu'ekki af helvíti. Eg ætla að eins að minna á andlát Jökuls Bárðarsonar. Svo segir Snorri: „Þat er hér skjótast af at segja, er síðarr varð mjök miklu, at Jökull varð fyrir liði Ólafs konungs á Gotlandi ok varð handtekinn,

x

Heimir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.