Heimir - 01.06.1907, Síða 7
HEIMIR
3
Og hann haföi viöriöinn veriö þá ferö,
Er var til þess meistara spurningin gerö
Um skattinn, sem keisarinn kraföist.l)
Hann skildi, aö landráö og lýöhylli manns
Var launsnara tvíegnd aö svarinu hans,
Hann dáöist hve sniðugt hann vék sér þá viö
Ur vandræöa spurning,-—á hvoruga hliö
Var unniö, né á því neitt haföist.
Og eins haföi’ ’ann sjálfur á svariö þaö hlýtt,
Er segja varö Jesús hvort ei skyldi grýtt
In vergjarna leikmey aö lögum.2)
Og var hann ei hrósverður, háöleikur sá,
Er hræsnin og mannúöin toguðust á.
Hann vissi hvaö bjó undir: ljóst eins og leynt
Aö lífsreynslan ein getur hitt svona beint,
Sem skuldar ei skýrslum né sögum.
Og boöorðið heyröi’ ’ann um kyrtil og kinn,3)
Og kenning um sáttfýsi’ í mannshjörtun inn
Og samúö með lömbum og ljónum.—
I musteri haföi' ’ann svo meistarann hitt,
Sem markaöi bæjarins lét ekki fritt,
En hratt niður búöum, og brakúnum frá.4)
Hann brosti að friöspektar stillingu þá,
Meö viötekin svik fyrir sjónum.
Og handhæg varð ritningin: Réttlætiö er,
Aö reynast það öörum, sem kysirðu þér!5)
Slík orð báru meistara-merkin.—
En tafðist ei hugsjón og þrá manns við þaö,
Aö þreifa’ um sig áður en lagt er af staö?
Og hafa’ ei þeir foringjar fram úr því náð
Sem flest hafa veitt oss, en minst gátu þáð ?
Hver óskastund veröfellir verkin.
1) Matth: XX—15, o. áfr. | 2) Jóh: VIII—4, o.á. | 3) Lúk: VI—29.
4) Mark: XI—15, og áfram. | 5) Matth. VII—12.