Heimir - 01.06.1907, Page 9

Heimir - 01.06.1907, Page 9
HEIMIR 5 Að burt ætti’ að þokast hvert þrælsvenju starf, Og þá myndi bróðernið taka sinn arf: Alt lifandi jarðríki’ að lokum. Að enn myndi rætast sú oft svikna von, Að ættskyldan heimti hvern glataðan son. Að hnignun og eyðing sé harðúðar gjöld, Og hógværðin loks fái alræðisvöld, Og kasti’ öllum kreddum og okum. n. I öldungaráðinu lagði hann lið Þeim launkofa meistara’— en hafði’ ekki við, Þeir krossfestu’ ’ann eftir sem áður. Hann fann þó að andi þess u.nbótamanns Stóð uppi, hver stórþrá og takmörkun hans, Að þær myndu skapast og skiftast um völd Sem skuggar og sólskin í komandi öld, Sem óspunninn örlagaþráður. Hann sagði’ ekki af sér, og var það nú von ? Svo vel látinn maður og höfðingja son, Og úrval í öldungaráði. — En hann gekk í líkfylgd sem hinn eða þú, Er hafin og enduð var krossgangan sú, Til merkis um virðing og vinsemdaryl, Og vogaði’ að leggja þá smyrslin sín til Svo útförin öll væri’ að ráði. í öldungaráðinu enn er hann kyr, Hann annast um greftranir rétt eins og fyr, Hann leggar til líkfarir valdar. Og hann er oss skyldastur, eins og hann er. m. í einrúmi’ og inusteri heilsum viö þér, Við könnumst við ætternið, öpum þín spor, Þú andlegi faðir og jafningi vor, Þú niðji’ okkar nítjándu aldar ! t'

x

Heimir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.