Heimir - 01.06.1907, Qupperneq 13

Heimir - 01.06.1907, Qupperneq 13
H E I M I R 9 um boöiö „oröiö", stóö vélastjórinn í f'lóreínaverksmiöjunni upp. Kvaö liann þann dag mundi renna upp. ef ekki á morg- un, þá ntesta dag þar á eftir, sem þeir heföu allir þráö frá því fyrsta aö þeir heföu haft vit á aö gera greinarmun á guöi og askinum sínum, og forfeöur þeirra heíöu einnig þráö á undan þeim, en forsjónin heföi nú hagaö því svo dásarnlega, aö þessi dagur heföi ekki runniö upp fyrr en nú. Þaö imetti kalla það „fylling tímans". Ef þetta fé heföi fundist fyr, þá heföi því aö öllum líkinduin veriö variö’til ónauösynlegra hluta, en nú væri svo ástatt að eitt hiö stórkostlegasta fyrirtæki, sem nokkurn- tíma hefði veriö stofnaö í jafnlitlum bæ, væri nú komið á fót, en sem ekki hefði nægilegt fé til þess aö þaö gæti oröið aö full- komnum notum. Hann kvaöst ekki vilja særa tilfinningar nokkurs manns, en sagöist í þetta sinn ekki geta hjá sér leitt að minna fólk á þetta, aö einmitt þetta gull og þessar gersem- ar, sem hann sagðist álíta sama sem fundið, heföi einmitt fund ist á þessu tímabili, þá væri þaö beinlínis sama sem skipun frá forsjónarinnar hálfu, aö nota þ'aö til þess aö fullkomna stofnun þá, sein honum og helztu íbúum þorpsins heföi veriö svo ant um. Honum fanst þaö líka vera nokkurskonar bending til þeirra inanna, sem hefðu sett sig upp á móti þessari stofn- un, bæöi meö því aö leggja ekkert af mörkum til hennar, og eins meö því aö lýsa vantrausti sínu á henni. Nú væri þaö æöri stjórn, sem ætlaöi aö taka í taumana og það svo rækilega, aö þeir (stofnendur þessa félags) ekki mundu þurfa aö fara í fjárbónir til þeirra oftar, og sem á sama tíma mundi taka fyrir endan á öllum hrakspám. Hann kvaðst naumast mundi þurfa aö nefna hvaöa stofnun hann ættivið; áheyrendurnir mundu vita aö það væri glórefnisfabrikkan. Hann sagðist ætla að enda ræöu sína meö því aö gera þá upp- ástungu, aö alt þaö gull og gersemar, sem finnast mundi í Héranesi, væri afhent fulltrúum glórefnisfabrikkunnar og þeim falið á hendur aö ráöstafa því á þann hátt sem þeim þætti æski- legast; sagöist hann vonast til aö þessi uppástunga yröi sam- þykt mótmælalaust, og þegar búiö væri aö ráðstafa hvernig fénu skyldi variö, þegar það væri fundiö, þá væri miklu auö-

x

Heimir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.