Heimir - 01.07.1907, Page 2

Heimir - 01.07.1907, Page 2
26 H E I M I R Þenjið út brjóstin og lærið þið lífið' að þekkja. Lítið upp sjálfir frá kiafa og þrælsoki hlekkja. Inni er myrkrið og andlegog líkamleg megurð, úti er ljósiö með víðs)'ni og himneska fegurð. Inni er dauðinn í höllum og kofum og kyrkjum, Kristur er flúinn úr löggiltum heimskunnar virkjum. Þreytti hann dimmari og öfug og misskilin menning, melétin, brunnin og rangsnúin aldanna kenning. II. Nú er hann Kristur þinn kominn til blómanna ungu, Korninn með ljósengla himneskan, dýrðlegan skara. Syngur um frélsið til lýðsins á lifandi tungu: „Lögmál það heyr þú, ó, mannkind! sem eilíft skal vara: Guð þinn erkraftur, sem gróðrinum stjórnarogeykur. Guðshúsið—kyrkjan—er jörðin og sólhvelið bjarta. Sálmana fuglarnir syngja, en vorblærinn leilcur. Sönnustu ræðuna finnurðu’ í vaknandi hjarta. „Skoðið þið akursins liljugrös lágir og háir, —lærið þið spekina eilífu stórir og smáir— fegurri’ en Salómons gulldjásn ogskrúði þau skína, skrýddu einsdýrðlega húmbeygðu sálina þína! —Sannlega, sannlega segi’ eg þér táldregni lýður: syndin er dimman, sem höggorms í myndinni skríður. Vorið og ljósið er sælunnar engillinn sanni, sjáðu hann, þektu hann, trúðu’ á hann— vertu að manni. „Vei yður grimmlynda valdstjórn með kúgun oghelsi! Vei yður Jehóvaþjónar sem ofsækiö frelsi! Eitruðu nöðrur! Þér höggormar! Hvar eru verkin? Heimurinn blóðstorkinn sýnir þér kærleikans merkin. Sólskini vorsins í vetrarins myrkur þér breytið, volaða smánið þér, svíkið og fláið og reitið. Finst yður hamingja hörmungar bræðranna að þyngja, heimskuna’ í lögum og kristni að stækka ogyngja—?"

x

Heimir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.