Heimir - 01.07.1907, Blaðsíða 3

Heimir - 01.07.1907, Blaðsíða 3
H E I M I R 27 III. Sólarguö! lífga oss, vek oss af vetrarins drunga! Vorguð! í faðminn þinn tak þú oss gamla og unga! Lífsguö! ó, sýn oss hiö ljúfasta, fegursta, æösta, lát þú oss þekkja og skilja hiö dýpsta og hæsta! •—Veröi oss himininn frelsisins fyrirmynd stærsta. Fegurð og yndissjón veiti oss blómdísin glæsta. Hugsun vor djúp eins og ha'íiö, meö eldvilja nýjum. Hjörtun eins vonglöö og söngfugl á ármorgni hlýjum. Líiiö er vor, sem aö vekur til starfa og hvetur, vor, sem að breytist í sumar, í haust og í vetur. Voriö er líf, sem aö öllum eitt aðalmark setur: áfram og hærra aö þekkja og skilja alt betur— ' --Ef aö þú lærir hið volduga vormál aö skilja, vernd er það eilíf mót dimmu og næöingi bylja. Þá áttu’ í sál þinni himneska vordýrð og vilja, veturinn kemur þá blíður og fagur sem lilja. þorstcinn þ. þorstcinsson. ,,Exposition of Morality.“ Pyrirlestur eftir £t. Thorson, fluttur á Menningarfáíagsfundi í Unitnra- kyrkjunni í Winnipeg, veturinn 1907. AÐ þykir máske óheppilega valið nafnið, sem eg hefi á þessum fyrirlestri og sumum kannske virðist það eiga illa viö að það er ekki á íslenzku, þar sem fyrir- lesturinn er á því máli. Eg hefi engar afsakanir að færa fyrir því aðrar en þær, að eg gat ekki fundið nafn, sem niér þótti betur eiga við efnið, og eg gat ekkert ís- lenzkt orð fundið, sem eg áleit aö gæti táknað alveg það sama. o

x

Heimir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.