Heimir - 01.07.1907, Side 9

Heimir - 01.07.1907, Side 9
II E I M I R 33 réttara sagt, menn hafa skifzt í tvo andstæöa flokka viðvíkjandi hugmynd um dygö. Annar flokkurinn heldur því fram, að dygö sé að eins nafn, sem vér gefum þeim athöfnum er leiöi gott af sér, að ódygð eða löstur sé nafn, sem vér gefum þeim athöfn- um, sem ilt hafi í för meö sér; þeir halda því fram, að reynsla þjóðanna hafi sýnt þeim og sannað, að vissar athafnir hafi haft ævinlega góðar afieiðingar annaðhvort fyrir hvern einstakling eða heildina, og menn hafi kallað það dygðir, að aðrar gagn- stæöar athafnir hafi haft illar afleiöingar og menn hafi kallað það lesti. Þeir sem þessari skoðun fylgja eru alrnent kallaðir „Utilitarians". Vér getum kallað það nytsemdaskoöananrenn. Þeir hafa og verið kallaðir „Epicurians", vegna þess að kenn- ing þeirra og lífsskoðun er mjög svipuö lífsskoðunum þess heim- spekisflokks, sem kendur var við Epicurus, grískan heinrspek- ing. Hinn fiokkurinn heldur því fram, að það sé til hjá nrann- inum sjálfuin meðvitund unr það, að til sé rc'ttlæti og ranglæti, án þess að nytsemi eða „utility" konri þar til greina. Þessir flokkar eru kallaöir „Intuitive"; vér gætunr kallað þá hugsjóna- menn. Þeir eru líka kallaðir Stoikar, því lífsskoðun þeirra er nrjög svipuð lífsskoðun heinrspekingafiokks þess, senr Stoikar voru kallaðir. 1 báðunr fiokkununr hafaverið nrargir hinir vitr- ustu nrenn, og þaö hafa verið ritaðar margar bækur unr þetta málefni frá beggja hálfu. Eg ætla aö drepa á hinar allra helstu ástæður, senr eg hefi séð færðar fram af hvorum fiokki fyrir sig. Auðvitaö getur það ekki orðið nema lítið, og hefi eg hugsað nrér að skifta því aðallega í þrjá parta. Fyrst: Astæður Utilitariana. Annað: Mótbárur Intuitionista gegn þeini ástæöunr. Þriöja: Astæður Intuitionista. Utilitarnir halda því franr að athafnir vorar stjórnist ein- ungis af sjálfselsku (selfinterest), þeir neita því, að það sé til hjá nranni það senr vér kölluni velgjörðasemi (Benevolence). Þeir halda því fram, að nraður sé góður af því hann viti að það hafi góðar afieiðingar fyrir hann sjálfan. Þegar einstaklingur- inn geri eitthvert verk, sem auki almenningsheill, og það kosti

x

Heimir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.