Heimir - 01.07.1907, Page 20

Heimir - 01.07.1907, Page 20
44 H E I M I R um okkur sjá? Champ Mathieu, eöa sá sem kallar sig svo, er eftir framkomu hans að dæma einn af þessum mönnum, sem ekki hafa ákaflega næmar sálartilfinningar, þar aö auki gerir hann mannfélaginu ekkert sérstakt gagn og það missir ekki neins þótt hann verði dæmdur á galeiðurnar. En hann sjálfur borgarstjórinn í M.—surM.— og sem öll velferð þorpsins hvíl- ir á. Hann veit að ef hann skyldi gefa sig fram sem hinn rétti Jean VaJjean, þá muni þær verksmiðjur sem hann hefir sett á fót í bænum kollvarpast á augabragði, og þorpið fara í sömu niðurlægingu og það var í áður, er hann kom þangað. AUar þær hjúkrunarstofnanir, sem hann hefir komið á fót, verða að engu. Er J)að ekki rangt að leggja þetta alt í sölurnar til að frelsa þenna ræfil. Það er ekki hans eigin velferð eingöngu, sem hér er um að ræða, heldur fjölda annara. Og er það ekki guðleg forsjón sem hér ræður Jæssu? Hefir hún ekki hönd í bagga hér með? Hefir hún ekki komið því svo fyrir að þessi Champ Mathieu sé tekinn í hans stað svo hann (Monsiur Mada- leine) geti haldið áfram Jæssu Jjarfa verki, sem hann hefir nú byrjað? A hann að fara að taka fram fyrir höndurnar á forsjón- inni? Um þetta er hann að brjóta hedann heila nótt. Og hver verður svo niðurstaðan? Sú, að það sé rangt að láta Champ Mathieu líðafyrir J>ann glæp, setn hann hafi ekki drýgt. Alt Jíað gott sem gæti leitt af ]'>ví að Monsieur Madaieine héldi áfram að verða borgarstjóri í M.— sur M.— verður að víkja. Þótt sú virðing, sem bæjarbúar hafa borið fyrir honurn, hljóti að snúast í fyrirlitning, og þótt hann hljóti að eyða því sem eftir er af æfinni á galeiðunum, þá dugar ekki að horfa í slíkt. Og í dögun leggur hann á stað suður til Arros og gefur sig J)ar lögreglunni á vald sem hinn rétta Jean Valjean.—Þannig lætur Victor Hugo þenna mann kasta öllum hagsmunum fyrir borð, leggja alt í sölurnar fyrir réttlætið. Hitt dæmið sem eg sagðist ætla að minnast á, er kvæði í kvæðabók Þorsteins Erlingssonar, sem hann nefnir „Skilmál- arnir". Ur því ætla eg að fara með tvö erindi: „Ef þú ert fús að halda á haf, pó hrönnin sú óð, og hefir enga ábyrgð keypt í eilífðar sjóð,

x

Heimir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.