Heimir - 01.09.1907, Blaðsíða 7
H E I M I R
79
í trúarlegum sökum aö vera eöa vera ekki, er eitt meö því
nauösynlegasta aö íhuga, Hversu margir eru þar ekki eöa eru
þar svo lítiö, að þeir eru þar sama og ekki. Margir kýma að
því og hugea meö sjálfum sér: „Þaö er gott." En er þaö gott,
kæru vinir, þegar hugsun manna er orðin svo loftþung og löm-
uö, aö hún getur ekki lyft sér hæö mannsins sjálfs yfir heiminn,
til þess aö fá aö líta hin smæstu dásemdarverk hans? Er þaö
gott, þegar menn veröa svo farlama til sálarinnar,: aö þeir geta
ekki séö neitt æöra-, fegurra né fullkomnara en sjálfa sig? Cg
sjálfir eru þeir ekki ætíö svo dýröleg sjón, maöurinn halti eöa
blindi eöa heyrnarlausi eöa orðlausi. Er það gott, aö geta al-
drei horft út fyrir boröiö eöa séö neitt annaö en þaö, sem er á
diskunum? „Eg er búinn aö lesa þessa bók og hina, og hún for-
dæmir alla trú, mér dettur ekki í hug, að láta tælast lengur."
• Einmitt þaö, þú hefir lesiö, en hver hefir skrifaö? „Ef blindur
leiöir blindan—falla þéir þá ekki báöir í sömu gröfina?" Maö-
urinn, sem ekkert sér nema matinn sinn, maöurinn, sem ekki
vill aö neitt æðra sé til en hann, af því hann er hræddur um, aö
þaö eti frá sér, kosti sig eitthvaö,— mikiö ósegjanlega fátækur
og aumur er sá.
Nei, þaö er ekki gott, kæru vinir, aö vera ekki, í trúarleg-
um skilningi, eiga engar andlegar sýnir, eiga engan heim sér í
hjarta, sem sé þó æöri en þessi heimur vor, þegar hann er táls-
ins og missýninganna land. Eg segi ekki þetta af því, aö eg
elski kreddur, af því aö eg vilji binda mönnum byrðar ótta og
hleypidóma,— þér vitið aö eg hata þaö alt,— heldur af því aö
eg álít, aö þaö sé andlegur gróði, aö vera sjáandi maður, aö
sjá einhverja fullkomnun á háleitu stigi, er maöur geti þó átt
sér til fyrirmyndar hér. Sé sú fyrirmynd brot af ljóöi eöa spá-
manna orö, eða mannsins eigin innvortis rödd og ljós, gjörir
ekkert til, ef hún er sönn þeim hinum sama, og vilji hann aö
eins vera, vera maöur og treysta, aö hið æösta og bezta sé hið
æösta og bezta þrátt fyrir alt. Sá, sem segir, aö ekkert sé til
æöra en maðurinn í stærri og fullkomnari skilningi, honum er
^ sannarlega ábótavant. Hann hefir aldrei, sá maður, fundiö
fögnuö sannrar vináttu. Hann hefir aldrei verið úti staddur um