Heimir - 01.09.1907, Qupperneq 8

Heimir - 01.09.1907, Qupperneq 8
8o HEIMIR heiðskíra nótt og séð stjörnuhimininn bláa hvelíast mcð hátíð- legum friði yfir þessa jörð, og hann hefir aldrei verið á ferð smemma morguns, fyrir sólarupprás, og litið yfir landið. Það er heilög dýrðarsýn, og friðurinn og þögnin, sem þá hvílir yfir öllu! Hann hefir aðeins verið á erli, er aðrir menn og skepnur hafa veriö á ferli, og hann hefir ekki séð guðdóm alheimsins fyrir mönnunum,—þegar menn og skepnur eru komnar á fleygi- ferð að afla sér matar. Hann hefir séð það, orðið snortinn af því og hrópað hástöfum: Hér er það æðsta í heiminuin! Þó er tæpast til óréttlátari sýn en sú, að sjá hvernig menn skifta við matborð heimsins. Að sjá þá svengd og þá offylli! Það er fá- dæma sýn! Sjá hallærið og ofærið, hversu hvort um sig gjörir mennina að aumingjum. Aðrir selja alt til þess að lifa, líf, heilsu og líkama. Aðrir lifa til þess að seðja sig á öllu lífi, lík- ömum og heilsu þeirra hungruðu og aumu. Nei, kæru vinir, þetta er ekki gott. Það er ekki gott, aö menn skuli ekki vera, þegar til hinna andlegu hluta kemur, svo að þessum firnum mætti linna. Og það vantar mikið á það, að maðurinn sé sannur og réttur maður,ef hann fær ekki gjört það að helmingi sinnar tímanlegu tilveru,að fullkomna hugarfarsitt og hjarta, leita guðs í heiminum, gjöra guðs lög að sínum lög- um. guðs kærleika að sínum kærleika. Það er annars í æði mörgum greinum, sem mikið vantar á að vér séum, en þó sérstaklega er það í trúarlífinu. Margur á- lítur trúna auglýsingu, annaðhvort um það, að hann sé góður maður og réttsýnn, eða fyrir meðmæli á vörunni, sem hann sel- ur eða verkinu sem hann vinnur. Og sá hinn sami notar trúna fyrir það. En það er undarleg trú, eða þó undarlegri skoðun á trú, sem er eingöngu auglýsing eða atvinnugrein. Hugsum oss þær auglýsingar, hversu barnalegar og eiginlega hvað sárlitla þýðingu þær geta haft í augum viðskiftavinanna, ef þeir annars hugsa: „Eg trúi á guð, son og anda helgan, og versla með mjólk, eða kol, eða flyt húsmuni." Að nokkrum manni skuli hugkvæmast annað eins, og nokkrir viðskiftamenn skuli vera til, sem meta þessa trú til viðskiftalegs hagnaðar. Sannarlega skilja menn þá ekki spurninguna meistarans forna, að aðalíhug-

x

Heimir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.