Heimir - 01.09.1907, Page 16

Heimir - 01.09.1907, Page 16
88 H E I M I R litiö hafa þeir stöðugt tapaö í baráttunni. Orþódoxía háskól- anna og þá uni leið hins mentaöa hluta þýzku þjóöarinnar er ekki einungis mjög breytt frá því, sem hún var á siöabótartíma- bilinu, heldur einnig frá því sem hún var fyrir 50 árum síöan. En sérstaklega er það þó í biblíu-rannsóknunum, sem þýzku háskólarnir hafa gert frjálsum trúarbrögöum mest gagn. Fjöldi fræðimanna með ágætis mentun til rannsókna hafa geit gamla og nýja testamentiö aö vísindalegu rannsóknarefni. Frá Eichhorn og Gaf til Wellhausens í gamla testamenti og frá Strauss og Bauer til Harnack og Pfleiderers í því nýja. Af- leiðingarnar af rannsóknum þeirra eru, að heiminum hefir ver- ið gefin í staöin fyrir gömlu hjátrúar og erfikenningu biblíunnar ný biblía, sem hefir þekkingu aö geyma, biblía, sem hefir skiljanlegan uppruna, og sem er bókmentir, en ekki trúarsetn- ingar, biblía, sem stendur í sambandi viö sín upptök og sinn tíma, og er sama eðlis og aörar trúarbragða bókmentir mann- kynsins, biblía, sem hverjum hugsandi nútíðarmanni ætti aö viröast aö heföi miklu skynsamlegri trúargrundvöll að bjóða heldur en hin gamla. Starf þýzku háskólanna í þarfir frjálsra trúarbragða er ekki bundið viö Þýzkaland eitt. Þaö nær einnig til annara landa. í hverju landi norðurálfunnar finnast áhrif þess. A Englandi og Skotlandi er þaö viðurkent aö bæði hinar frjálsari orþódoxu trúarstefnur og Unitarar hafi mikið lært af þýzkum fræöimönnum. Coleridge og Maurice(og ekki síður R. J. Camp- bell án þess máske aö vita það) eru andlegir afkomendur Sch- leiermachers. Caird bræður og H. T. Green afkomendur He- gels. Greinar þær í alfræðisbókunum „Encyclopædia Britan- nica" og „Encyclopædia Biblica", sem fjalla um guöfræði og biblíu rannsóknir, og eru til stórheiöurs fyrir enska fræðimenn heföu ekki getaö veriö samdar nema fyrir aðstoð þýzkrar fræðslu í þeim efnum. Ameríka á Þýzkalandi eins mikið að þakka og England. Heimspekisstefna sú, sem nefnd var „transcendentalism" fyrir 60 árum síðan, sem hefir haft svo mikil áhrif til frjálslyndis hérmegin hafsins, var af þýzkum rót- um runnin. Ekkert er ljósara en skoðun allra hinna betur J

x

Heimir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.