Heimir - 01.09.1907, Qupperneq 18

Heimir - 01.09.1907, Qupperneq 18
90 H E I M I R fram aö vera í ríkiskyrkjunni, sem er grundvölluö á trúarjótn- ingu, er þeir álíta ósanna, og viöheldur sakramentum og kyrkjusiöum, er þeir álíta einskis viröi. Hinar smærri frí- kyrkjur bæta ekkert úr, því þær eru orþódoxar. Ástandiö er því alvarlegt. Þaö miðar til þess aö reka fjölda hins gáfaðasta og bezta fólks landsins annaöhvort alveg í burtu úr kyrkjunni og út í algert afskiftaleysi um trúmál, eða aö öörum kosti aö fylgja því, sem það hefir enga sannfæringu fyrir, og venja sig þannig á óeinlægni, sem er eyöileggjandi fyrir hiö bezta í sið- ferðislífi þess. Margir hafa fundiö til hversu óæskilegt þetta fyrirkomulag er, og tilraunir hafa viö og viö verið geröar til að ráöa bót á því. Eg ætla aö endingu að geta um tvær eöa þrjár af tilraun- um þessum, sem mesta þýðingu hafa hait, Áriö 1846 var hreyfingu komið af stað til !að setja á stofn svokallaða Freie Gemeinden eða frísöfnuði. Hinn fyrsti þess- ara safnaða var stofnaður í Köningsberg, bæ þeim sem heim- spekingurinn Kant lifði í, af Dr. Julius Rupp, velþektum pré- dikara og rithöfundi. Aðrir voru stofnaðir skömmu síðar í Magdeburg, Halle, Berlín og öðrum bæjum. Hreyfingu þess- ari varð talsvert ágengt í byrjun, en hnignaöi síðar, samt hafa sutnir af söfnuöunum haldið áfram og hafa komið allmiklu góðu til leiðar. Árið 1863 var annari hreyfingu alt annarar tegundar kom- iö á fót. Eg á við myndun hins svokallaða Protestanten Ver- ein, eða mótmælenda sameiningar, undir forstöðu prófessór- anna Schenkels, Heinrich Julius Holtzmanns, Bluntschlis, Holtzendorffs, stjórnmálamannsins Rudolfs von Bennigsen og margra annara jafnvel þektra manna. Tiigangur þessa félags var ekki að mynda nýja frjálslynda söfnuði ,heldur að auka trú- arlíf, og efla frelsi safnaöa yfir höfuð, og draga frjálslynda menn alstaðar saman í sameiginlegt félagslíf. Á þenna hátt hugsaði félagsskapur þessi að verða vel útbreitt og áhrifamikið meðal til þess að efla grundvallarstefnur og anda frjálsra trúar- bragða innan hinnar mótmælandi kyrkju hvervetna á Þýzka- landi. Hreyfingin vakti mikla eftirtekt og rnætti góðum undir-

x

Heimir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.