Heimir - 01.09.1907, Qupperneq 20

Heimir - 01.09.1907, Qupperneq 20
92 H E I M I R hann sé í raun og veru ófrjálslyndur, en allir vilja láta líta svo út, aö þeir fylgi meö tímanum og standi eins framarlega og aðrir hvað skoðanir sínar og stefnur áhrærir. En er nú ekki mikill hluti þess frjályndis, sem menn eru að stæra sig af að þeir hafi, í raun og veru bygt á misskilningi um það hvað sann- arlegt frjálslyndi sé? Eru ekki sumir þeir, sem þykjast víðsýn- astir fremur einhliða og takmarkaðir í skoðunum sínum? Frjálslyndi er auðvitað til á óteljandi stigum. Sumir menn hafa mikið að því, aðrir lítið eða als ekki neitt. Frjáls- lyndi er ekki sannfæring um að einhverjar vissar skoðanir séu þær réttustu skoðanir, sem unt er að hafa viðvíkjandi einu eða öðru, né heldur er það, eins og margir halda, viðurkenning um það, að eitthvað sé rétt og eitthvað rangt í öllum skoðun- um. Frjálslyndi er um fram alt annað sú tegund andlegar af- stöðu mannsins gagnvart þeim hlutum og málefnum, er hann kemur í samband við, sem er innifalin í því að eignast sífelt stærri og stærri sjóndeildarhring, meira víðsýni, til þess að nota dómgreind sína og skynsemi í vali skoðana sinna. Sann- frjálslyndur maður verður fyrst af öllu að vera andlega víðsýnn. Hann má ekki láta sjóndeildarhring sinn vera takmaikaðan af neinum viðteknum skoðunum. Er þetta það frjálslyndi, sem mest er til af vor á meðal? Eru víðsýni og óhlutdræg sannleiksleitun aðaleinkenni þc-ss? Það má óhætt fullyrða að langflestir skilja ekki frjálslyndi á þenna veg. Reynslan sýnir að það, sem menn yfirleitt kalla frjálslyndi, er annaðhvort viðurkenning einhverra vissra skoð- ana, sem þeim eru nýjar, og í sjálfu sér geta verið réttar eða rangar, eða þá þetta ljúfa umburðarlyndi, sem vill breiða sig útyfir alt, og telur alt jafngott, vegna þess að það hafi alt ein- hvern sannleik að geyma og einnig einhver ósannindi. Þessi tegund af frjálslyndi sést bezt í trúmála ágreiningi þeim, sem á sér stað hér á meðal vor Vestur-íslendinga. Það eru til hér menn, sem ekki hafa til snefil af frjálslyndi í trú- málum, en þeir gera heldur ekki tilkall til að vera kallaðir frjáJslyndir, að minsta kosti ekki fyrir utan sinn hóp. Þeir láta sér nægja að segja þeim, sem ekkert hugsa, að sínar skoð-

x

Heimir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.