Heimir - 01.09.1907, Qupperneq 22

Heimir - 01.09.1907, Qupperneq 22
94 H E I M I R hring, sem maður vandist viö fyrir svo og svo löngu síöan, er hér starað á í eina átt, en sýnitega ekkert um hitt hirt, þó ný- ir heimar opnist í öðrum áttum. Þetta fjjálslyndi er nóg, og það á ekki við það að bæta fyr en maður á á hættu að fara að verða of þröngur fyrir fjöldann. Svona er riú hugsunarháttur sumra hinna leiðandi íslenzka guðfræðinga, eftir því að dæma, sem eftir þá birtist á prenti. Og ekki skortir þá fylgi, því þessi hálfleiki á bezt við hugsunar hátt þann, sem er ríkjandi hjá fjölda fólks. Það er verið að halda því frarn að svona sé ástandið víða annarsstaðar t. d. á Þýzkalandi og þá sé engin minkunn fyrir oss Islendinga að vera eins. En þetta er einmitt ástand sem allir rétthugsandi menn sjá að er óeðlilegt og skaðlegt hvar sem það er. Ef frjálslyndi á annað borð er æskilegt, þá er oss bezt að hafa sem mest af því. Það þarf enginn að óttast að oflangt verði gengið í því að aðhyllast nýjar stefnur og yflrgefa gamlar, þó nrenn verði sannfrjálslyndir; það er ekki í því innifalið að gleypa við öllu nýju, og hafna öllu gömlu, heldur í því að geta fundið hvað er sannleikur, og hvað er sannleikanum gagrstætt í hverju sem er. Önnur tegund hins ósanna frjálslyndis, sem á hefir verið minst, og sem lýsir sér f því að vera alstaðar með og hvergi, svo breiður og brjóstgóður að maður geti ekki fengið af sér að vera beint á móti skoðunum nokkurs manns, ber meiri vott um ósjálfstæði og skoðanaleysi en nokkuð annað. Þeir sem svo hugsa, eru ekki neitt, þeir eru hvorki frjálslyndir né þröng- sýnir, heldur bara þaö sem einn vill láta þá vera í dag og ann- ar á morgun. Hið eina frjálslyndi, sem hefir það afl í sér fólgið, sem þarf til þess að lyfta oss upp og gera oss að hugsandi og rétt- sýnu fólki, er það frjálslyndi, sem menn öðlast í gegnum á- kveðna hluttöku í hverju því málefni, sem snertir þá og aðra, er með þeim lifa. En sú hluttaka verður að hafa það aðal- einkenni, að tilgangur mannsins sé að læra að skilja hvað sé réttast og sannast. Vér tökum við skoðunum og stefnum frá þeim, sem hafa lifað á undan oss, en það má aldrei gleymast, að þessar skoðanir og stefnur eru til orðnar á sama hátt og vor-

x

Heimir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.