Heimir - 01.12.1910, Blaðsíða 14

Heimir - 01.12.1910, Blaðsíða 14
86 H E I M I R eðlilega nú og hugsunin um aö bæta líf mitt hafði áður gert. Þessi hugsun heillaði mig svo að ég var neyddur til að beita brögðum gagnvart sjálfum mér til að koma í veg fyrir að ég framkvæmdi hana.—Eg var hraustur til sálar og líkama......... Sálarástandi mínu verður bezt lýst með þéssum orðum: Líf mitt var heimskulegt og ílt hrekkjabragð, sem einhver—ég vissi ekki hver—lék á mig.” ' Þessi óróleiki Tolstoys ágerðist, þar til hann komst í kynni við bændaprédikarann Sutayeff, þá fór hann að minka- 1879 skrifaði hann, “Játningu” sína; í henni lýsir hann lífi sínu til ^ þess tíma. Þegar hann ritaði þessa bók voru trúar og lífsskoö- anir hans orðnar svo ákveðnar í öllum aðalatriðunum, að þær breyttust næsta lítiö upp frá því. “Vísindi og heimspeki,” segir hann, “svara ekki spurningum þeim, sem á mig stríddu. Að þekkja þýðingu lífsins, það er trú; og vegna þeirrar þekkingar lifir maðurinn en fyrirfer sér ekki. Trú er kraftur lífsins.” Með trú á Tólstoy aðeins við þá trú, sem er samrýmileg við mannlega skynsemi. Aö þesskonar trú var hann altaf að leita, og fann hana fyrir sjálfan sig. Eins og allir geta séð, eru þessi svör Tolstoys við spurningunum': hvers vegna lífið sé, og hvert það stefni, mjög ófullnægjandi hverjum þeim, sem leitar þekk- ingar á lífiriu og tilverunni í gegnum rannsókn og krefst stöðugt vísindalegra útskýringa. En einmitt það var hans veika hlið, eða máske sterka, eftir því frá hvaða sjónarmiði það er skoðað, aö hann leitaði ekki sannleikans í þekkingunni eingöngu, heldur einnig í réttri lífsbreytni og viljanum. Upp frá þessu dróst Tolstoy æ meira og meira að lífi bændanna. Hjá hinni óbrotnu alþýðu, sem á Rússlandi er yfir- leitt bæði fáfróð og fátæk, þóttist hann finnahið hræsnislausasta, náttúrlegasta og ómengaðasta líf. Hann klæddist eins og alþýð- an, neytti sömu fæðuoghún ogvann sömu vinnu oghún. Hann sagðist ekki vilja lifa lengur sein sníkjudýr og láta aðra vinna fyrir sér. Samband sitt við grísk—kaþólsku kyrkjuna sleit hann alv.eg » eftir að hann sá að skoðanir sínar voru ósamrýmilegar við kenn- ingar hennar og siði. Síðar, árið 1901 var hann bannfærður af kyrkjunni vegna bókar sinnar “Upprisan,” sem er eitt af hans

x

Heimir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.