Heimir - 01.09.1911, Blaðsíða 17

Heimir - 01.09.1911, Blaðsíða 17
HEIMIR , 13 liöiö þjáningar og dauöa, til þess aö gnö gæti fyrirgefiö syndur- utn. Þetta hlutverk var eins ólíkt því, setn honum var eignað áður, og framast gat v.eriö, en hann var ekki látinn vera ætlun- arverkslaus. Alt þar til nú, á öllum öldum kristninnar, hafa menn fundiö sviö og starf, sem hæföi annari persónu guö- dómsins. En hvaö er nú? Enginn heilvita, kristinn maður af nokkr- um flokki trúir, aö í sögu heimsins finnist viöburðir, sem á nokk- urn hátt líkist þeim, er orþódox guöfræöi byggist á. Vísindaleg þekking bannar okkur aö trúa að syndafall hafi átt sér staö, og án syndafalls þurfti ekki aö beita djöfulinn brögöum, eða losa náö guös úr fjötrum réttlætis hans. Guð sonur hefir nú ekkert starfsviö eöa ætlunarverk. Því ef viö segjum aö eins, eins og þú geröir, aö hann hafi komiö til aö hjálpa rnönnunum í baráttu sinni viö hið illa, þá veröum viö mintir á, aö eðli mannsins geri honuin mögulegt aö starfa með fööurnum alstaðar þar, sem sið- ferðislegt sjálfræði getur komið til greina, og að enginn staöur sé eftir skilinn. Ég hefi fulla ástæðu til að trúa, að Jesús hafi notaö alla sína krafta til að færa heiminn og mennina nær g.uði, en það gerir mér ekki mögulegt að linna, samkvæmt oröum þín- um annað cur deus homo, því viö ljós þess kærleika til allra, sem ég sé kringum mig, sýnist nrér þessi eiginleiki algerlega mannlegur. Or ýmsum áttum. ---jj-- l'yrir skömmu hófst í Bandafylkjunum hreyfing, sem hefir fyrir markmið að vekja áhuga manna í borgunum á kyrkjumál- um. A fundi, sem haldinn var f New York borg 18. sept., voru um 500 prestar og leikmenn saman komnir. Á fundinum var ákveöiö aö senda starfsmenn út urn öll Bandaríkin og Kanada, og eiga þeir aö stofna nefndir í flestum bæjunr, sem eiga að snúa

x

Heimir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.