Heimir - 01.09.1911, Blaðsíða 21

Heimir - 01.09.1911, Blaðsíða 21
HEIMIR 17 “Kom þú bróöir kœri, ó, kom í liö með mér’’. “Enn er margt aö iðja, enn er dimt og kalt; ern er beiskju blandið bróður-þeliö alt". Ó! kom þú, bróðir kæri, Kristur hjálpar þarf! — I mannlífinu, maður mundu, að hans er starf. Jón Laxdal. Hugmyndasambönd. Allir vita að ein hugsun getur vakiö aðra ósjálfrátt og án nokkurrar fyrirhafnar Oft Þegar maður hugsar um eitthvað, sem í sjálfu sér er ekki mjög þýðingarmikið umhugsunarefni í þann svipinn, reikar hugurinn frá því aö einhverju öðru. Stund- utn er þetta hugaryrek svo mikið, að maður er á örstuttum tíma kominn að alt öðru efni og máske alveg ólíku því, sem maður byrjaöi að hugsa utn. Ef vel er aðgætt, sést að hjá mönnum með heilbrigðu sálar- lífi fylgir hugarreikið vissum lögum. Með öðrum orðum, það eru eðlileg sambönd milli hugmyndanna, hversu fjarskyld sem sú síðasta kann að vera hinni fyrstu. Hugmyndasamböndin eru mjög þýðingarmikið atriði í sálarfrœðinni, en um leið eitt hið flóknasta og erfiðasta viðfangs. Hugsum oss, til dæmis, að maður byrji að hugsa um papp- írsörk, sem liggur á borði fyrir framan hann. Fyrstu áhrifin, sem pappírsörkin heflr á heila hans, eru áhrif þau, sem augað og sjóntaugin flytja. Pappírsörkin er hvít og hún hefir vissa

x

Heimir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.