Heimir - 01.09.1911, Blaðsíða 15

Heimir - 01.09.1911, Blaðsíða 15
H EI M I R i i bundinn viS neitt borgarfélag né neina þjóö; tilbiöjendur hans mynduöu samfélag, sem gat náö til alls mannkynsins og fram- leitt heirnstrú. Og umburöarlyndi rómversku stjórnarinnar leyföi miþratrúnni að breiðast út eins og hún vildi og gat. Meira. Cur deus homo? Bréf til orþodox vinar. Eftir Rev. Stephen Peebles. (Þýtt). Þú ert að líkindum alveg búinn að gleyma sarntaii okkar fyrir nokkrum árum um starf Jesú. Þú sagöir, ef ég man rétt, að þú héldir, aö hann hefði kami'd til að hjálpa mönnum í bar- áttu sinni viö hið illa, og ég svaraði með því að spyrja: “til hvers komst þú?” Þetta spurningar-svar mitt er mér enn þá nóg og ég hefði enga tilhneigingu til að bæta neinu við það, ef ég vissi að þú skildir mig til fulls. En vel getur verið að þú hafir ekki að neinu leyti gripið hvað ég átti við. Lögun líffæris samkvæmt ætlunarverki sínu og jöfnuöur hæfileika og lífssviðs er eitt af því, sem er mest aðlaðandi í líf- fræðinni, og eiít af því nytsamasta fyrir þann, sem rannsakar og leitar nýrrar þekkingar. Því svo alger er þessi lögun samkvæmt ætlunarverki og svo fullkominn jöfnúðurinn milli hæfileika og lífssviðs í ölluin gerþektum tilfellum, að þegar að eins líffæri eða hæfileiki er þektur, má hiklaust byrja að leita að samsvarandi ætlunarverki eða lífssviði. Alstaðar í náttúrunni er það gert, sem á að gerast, og jafn áreiðanlegt er hitt, að þar er enginn möguleiki til að vinna neitt nema ætlunarverkin. Ekkert líffæri er til, sem ekki hefir verið séð fyrir ætlunarverki, né hæfileiki án starfsviðs. Þetta lögmál, sem eftirtekt og reynzla staðfesta, er óum-

x

Heimir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.