Heimir - 01.09.1911, Blaðsíða 10

Heimir - 01.09.1911, Blaðsíða 10
6 HEIMIR komast að kjarna málanna og viðburöanna. er sannleikur. Það er hverjum rétt hugsandi manni eðlilegt og það er h>ð eina ör- ugga — hið eina, sem vér getum sagt um. á þetta reiði ég mig, þetta skal vera mér sannleikur og vissa. Gríska menningin og kristindómurinn. Eftir T. B. Jevoks. (Þýtt úr The Harvard Theological Review 1908). (Frh.) Þannig hafði gríska menningin, jafnvel áður en rómverska keisararíkið varð til, myndað eitt samfélag úr hinni bygðu veröld í viðskiftum, siðferði og mentun, og undirbúið jarð- veginn jafnt fyrir gyðingatrú, miþratrú og tilbeiðslu verndaranda keisarans. Og ekki að eins var samfélag myndað, sem náði út yfir hinn forna heim, heldur hófst einstaklingurinn til sjálfsmeð- vitundar; það var nýtt atriði í kringumstœðunum.sem ekki var lík- legt til að styðja þroska keisara verndaranda tilbeiðslunnar.hversu mikið sem það annars hvatti einstaklinginn til að nota persónu- legt frelsi sitt í trúar vali sínu. í þriðja lagi höfum vér séð að- ferð Stóíkanna að hafa áhrif á einstaklingana með strœtapré- dikunum, aðferð, sem reyndist mjög gagnleg fyrir útbreiðslu kristindómsins, þó hún væri fundin upp af heiðingjum í þarfir siðferðislegra endurbóta. Gríska menningin hafði þannig myndað nýtt samfélag, sem að vísu hafði ófullkomið skipulag, vegna þess að hið sameinandi ail einnar trúar vantaði enn þá, þó bönd sameiginlegrar, vits- munalegrar og siðferðislegrar menningar héldu þvísaman. Þetta nýja samfélag var öðruvísi en öll önnur á undan því, það saman stóð af einstaklingum, og það var eir.staklingsins að ákveða hvaða trú, eða hvort nokkur trú, þá verandi eða enn ómynduð, skyldi verða eign allra meðlima samfélagsins, vegna þess að hún vœri persónuleg sannfæring hvers einstaklings. Stjórnarfars-

x

Heimir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.