Heimir - 01.09.1911, Blaðsíða 11
HEIMIR
7
legu umskiftin, sem fylgdu útbreiðslu rómverska keisararíkisins,
eyðilögðu borgar-ríkin og utn leið tilbeiðslu borgar-guðanna og
jafn\el trú borgarbúanna yfirleitt á þau. Framför vísinda og
heimspeki, jafnvel fyrir daga grísku menningarinnar, hafði þœr
afleiðingar, að hinir mentuðu efuðust um og stundum opinber-
lega neituðu hinni arfteknu fjölgyöistrú; og síöar gróf bún und-
irstöðuna undan trú fjöldans. Mannssálirnar voru samt ekki
undir það búnar að láta sér nægja eintóma neitun. Þær leituðu
fyrst að einhverju ákveðnu og föstu í áttina til allsherjar trúar.
Fjölgyðistrúarbrögð hinna ýmsu þjóða áttu að styðja og sanna
hvor önnur, með því að sýnt vœri, að sömu guðina vœri að finna
í þeim öllum, en að eins með mismunandi nöfnum; heimurinn
var eitt samfélag, sem að vísu hafði ekki einn guð, en sama
guðafjöldann alstaðar til að dýrka. Hreyfing í þessa átt, sem
finst í ritum Heródótusár og sem notaði sér álit það, sem hin
eidgamla egypzka fjölgyðistrú naut, virtist fá stuðning frá út-
breiðslu átrúnaðar á egypzka, frýgiska og sýrlenzka guði víða
um lönd grísku menningarinnar. En gengi hennar varð henni
að falli. Sú hugmynd, að guðir þjóðanna vœru hinir sömu,
einn og allir sama eðlis, endaði með einhverju sem var ekki fjöl-
gyðistrú; en þar sem hún svifti hvern guð út af fyrir sig öllum
sínum sérstöku eiginleikum, framleiddi hún að eins neitandi ein-
gyðistrú. Nafn guðs var eitt; hann var guð allra manna og
þjóða; guð, sem varð fundinn með guðfræðilegum rökleiðslum,
en sem ekki varð fundinn þar sem hver og einn, er hans leitaði,
hafði hans mesta þörf, þó máske án þess að vita það, í eigin
hjarta þess sem leitaði.
Hálf-óljós en þó ákveðin meðvitund um hvað hina neikvœðu
eingyðistrú, sem var aileiðing hinnar almennu eininear tilhneig-
ingar, skorti, hafði í för með sér hetjutrú. Sameiningin
milli guða og manna, sem menn í þorpsfélaginu og borgarríkinu
höfðu trúað að ætti sér stað, og sem með hrörnun fjölgyðistrú-
arinnar eða tilbeiðslunnar hafði eyðilagst, var nú fundin í hinu
guðdómlega í manninum, sem hetjutrúin sá í mikilmennum
er báru höíuð og herðar yfir aðra menn. Þessi trú á máske
rætur sínar að rekja til gríska átrúnaðarins á verndaranda