Heimir - 01.09.1911, Blaðsíða 23

Heimir - 01.09.1911, Blaðsíða 23
HEIMIR 19 ummerki og kallaö þau fram í meövitundina, og þá veröa þau að hugmynd (mynd í huganum, en ekki hugmynd í vanalegri hálf-óákveöinni merkingu). Og ekki að eins getur ný skynjun kallaö þau fram, heldur einnig getur ein hugmynd kallað fram aðra. Þannig getur myndast hugsanagangur, sem tengir hug- myndirnar saman; fyrst og fremst þær, sem líkastar eru í aöal- atriöunum og síðan þær fjarskyldari. Þannig veröa hugmynda- sambönd til, og þau alveg eins og skynjunin og varöveizla henti- ar í heilanum hljóta aö byggjast á efnalegum breytingum í heilanum. Þegar einhver viss hugmyndasambönd hafa oft átt sér staö, veröa þau föst og ákveðin, þannig, að ein hugmynd, sem rís tengir sig ófrávíkjanlega viö aðra; t. d. mundi hugsunin um hraöa kalla fram hugmynd af veöhlaupahesti og hringbraut hjá manni, sem væri vanur aö horfa á veöreiðar, þjótandi járnbraut- arlest hjá þeim, sem stóöugt feröaðist meö járnbrauOrlestum og gangbraut jaröarinnar eða einhverrar stjörnu hjá stjörnu- fræðingi. Hugmyndasamböndin eru ákallega margbrotin, þau eru glögg eða óskýr og þau hafa í för meö sér vissar tilfinningar eft- ir því hvort endurminningin um það, sem þau kalla fram, er þœgileg eða óþœgileg. Þau eru mjög áríðandi, bœði fyrir minn- ið og fjölbreytni og frumleik hugm\-ndanna. Víöfieygi ímyndunaraflsins er aö miklu leyti komið undir greiðum hugmyndasamböndum, og fyndni er ekkert annað en ein tegund þeirra.

x

Heimir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.