Heimir - 01.10.1911, Blaðsíða 18

Heimir - 01.10.1911, Blaðsíða 18
42 HEIMIR stjórnum í té til endurgjalds. Þar sem hin rétta fríkyrkjustefna er ráðandi, er engin hætta á ferðum með að afskifti kyrkjunnar af mannfélagsmálunum veröi að stjórnmála afskiftum, tiokka- stuðningi eða stjórnarfylgi. Eitt af því sem únítarar hafa gert aö aöalatriöi í stefnuskrá sin'ni er, aö karakter mannsins geri hann hólpinn, sælan. I því « f'elst kjarni allra umbóta, því umbætur er þaö eitt, sem kemur einhverjum til að vilja það sem gott er, ekki fyrir sig einan, heldur fyrir sig og aðra. General Conference. Síðan árið 1S65 hafa allar únítara kyrkjur í Bandaríkjunum verið í sambandi, sem nefnt var National Conference. Stofnun þess varð með þeim hætti, að eftir borgarastríðið 1861--64 vakn- aði allmikill áhugi meðal únítara og þeir fóru að hugsa um hvern- ig málefni þeirra yrði unnið mest gagn og félagsskapurinn bezt styrktur innbyrðis. Ameríska Unítarafélagið (American Uni- tarian Association) hafði verið til.frá 1825 og hafði unnið eftir föngum að útbreiðslu. En á hinum árfegu þingum þess haiði lítill tími gefist til að ræða ýms áhugamál viðvíkjandi stefnu og trúarskoðunum. Bæði tif að fylla upp í þá eyðu og til að skapa sterkari áhuga í söfnuðunum yfirleitt var sambandið stofnað. Þau ákvæði voru sett þegar í byrjun, að. ekkert af samþyktum þess skyldi skoðast bindandi, heldur að eins sem vilji ineiri hlutans. Einnig átti stofnun þess að engu leyti að koma í bága viö þær félagsstofnanir, sem fyrir voru, eins og t. d. Ameríska Unítara- félagið. Síöan hefir konferensinn verið starfandi, hefir haldið þing sín, með sárfáum undantekningum, annaðhvort ár. A þingunum hafa mörg mál verið rædd og útkljáð, sem hafa haft mikla þýð- ingu fyrir flokkinn í heild sinni. Fjármál og starfshögun hafa

x

Heimir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.