Heimir - 01.10.1911, Blaðsíða 3

Heimir - 01.10.1911, Blaðsíða 3
HEIMIR 27 hverjum þeim staö þar sem kyrkja er, þar erum vér?” “.Guð afstýri því aö þér fáiö unnið þar tjón”; svaraði Makaríus, kraup niöur og bað til guös aö hann vildi auglýsa sér, ef þetta hrós ó- vinarins væri satt. Og hann stóö upp, fór til kyrkjunnar þar sem munkarnir voru saman komnir, og baö á ný hinn miklaguö sannleikans aö opinbera sér hiö sanna um þetta efni. Og með- an hann var á bæn, sá hann í kyrkjunni fjöida smá blökku- manna, aö virtist, er gengu fram og aftur meöal munkanna, svo aö, eins og siöur er til, þegar einn munkurinn stóö upp, söng eöa las Psaltara, en hinir sátu umhverfis hann og tóku undir meö svörum, þá sá Makaríus að þessir árar í blökkumannsgerfi, ræddu af miklu kappi við þá sem sátu. Þeir snertu meö fingri augu sumra, svo þeir sofnuöu; þeir lögðu fingur á munn öörum, svo þeir fóru aö geispa. Einum birtust þeir í meyjar gerfi, öðrum í annari mynd, og sá Makaríus aö þannig héldu þeir föstum eöa sneru, hugum munkanna. Enn fremur sá hann aö þeir full- komnari ráku þá frá sér, og hann sá aö árarnir flýðu frá þeim, en rækju þeir þá ekki burtu, stukku árarnir upp um þá og sett- ust á hvirfilinn á þeim. Nú er Makaríus sá þessa hluti, byrjaði hann að gráta og biðjast fyrir og sagði: “Lít til vor, Drottinn, og hrek á burt þenna óvin, sem er svo fullur slægðar og vonzku”. En þá er helgi þjónustunni var lokiö, gjörði hann boö eftir munkunum, tók þá afsíðis, einn eftir annan, og sagöi þeim frá þessari sýn og spuröi þá hverjar hugsanir þeirra heföi veriö í kyrkjunni. Og samkvæmt játningu þeirra höföu þær verið þessai', er freistingar áranna gáfu til kynna. Nú sáu munkarnir aö allur óstööugleiki hjartans og hugarsvími við bænagjörö, eru verk óvinarins og stafa af hiröuleysi; vegna þess aö árarnir flýöu óttaslegnir á burtu frá þeim, er gætur höföu á hugsunuui sínum og kröftug- lega veittu viönám, og gátu ekkert tjón unniö þeim er hugann höfðu fastan við bænina og upplyftan til guös. Frá því er einnig sagt, að eitt sinn er munkarnir voru til altaris, sá hann aö sumir þeirra tóku við viðarkolum frá árum, í staö þess aö meötaka líkama Krists, og hiö heilaga sakramenti hvarf til altarisins aftur, en frá þeim er verðuglega veittu því

x

Heimir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.