Heimir - 01.10.1911, Blaðsíða 15

Heimir - 01.10.1911, Blaðsíða 15
HEI MIR 39 ÞaS er eins og menn veiti því enga eftirtekt, aö þaö kennir inargra grasa í Nýja testamentinu, og þaö jafnvel í sjálfum sam- hljóöa guðspjöllunum. Þaö er satt aö kenningar Jesú'um aö guö sé faöir manna, og mennirnir bræöur, eru þar mjög áberandi, en þaö er tleira þar. Þó andinn í þessum kenningum Jesú fyrn- ist aldrei, þá verður saint heimfærsla þeirra að vera alt önnur nú en hún var á hans dögum, því sé hún það ekki, hvað er þá því til fyrirstöðu að þessar kenningar, eins og svo margt af hin- um, séu “einber liðinna tíma trú og tradition?” “Tóin rétt-trúan er ekki nóg, hún hefir aldrei endurfætt menn og þjóðir”. Það er sannleikur. En hver er munurinn á hálfuin rétt-trúnaði og heilum? A næstu blaðsíðu er sagt, að tíminn sé ekki kominn til að kenna án ákveðinna trúarlærdóma. — Það á að vera vanhyggja aö hlaupa frá þeim trúarhugmynd- um, sem lengi hafa verið innrættar fyr en eftir mikla innri bar- áttu. En setjum svo að baráttan sé stööugt treynd af tómu hiki. Ilvar er þá sigurinn? I allri baráttu er barist fyrir ein- hverju; það eru víst að eins hálí-rétt-trúaðir Islendingar, sem berjast baráttunnar sjálfrar vegna. Þá kemur álit ensks prests um hvað sé sannur kristindómur nú á dögum. Og það er reyndar ekkert annað en stefnuskrá all-margra, ef ekki ifestra únítariskra kyrkna hér í Ameríku því nær orörétt. Þess er einnig getið að því líkar trúarjátningar finnist víða í frjálsum kyrkjublöðum. Getur verið. En það er víst og öllum kunnugt, sem fylgjast ineð tímanum, að únítaratrú er að finna meðal allra frjálslyndari manna, sem í orþódox kyrkj- um standa. Og sumir eru nógu hreinskilnir til að viðurkenna þaö. Eftir þessum greinarstúf aö dæma er séra Matthías, undir niðri, mjög nálægt því að vera únítari. En sem únítari er hann ofurlítið á eftir tímanum. Það sem hann segir um “hina voldugu, dulrænu stefnu sem kallast spiritismi”, er víst á misskilningi bygt. Andatrúin hefir ekki mikla útbreiöslu í stóru löndunum og hún er langt frá því að vera trú afarmargra spekinga og kennimanna. Um sannanir andatrúarinnar er þaö eitt að segja, að þær eru sannanir þeim

x

Heimir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.