Kirkjuritið - 01.10.1937, Side 10
304 J. H.: Vígslutaka ,séra Fr. J. Rafnar. Kirkjuritið.
kunnugt er, enga breytingu á verkahring þínum seni
orðsins þjóni og samverkamanni Guðs að sálarheill safn-
aðanna, sem þér hefir verið trúað fyrir. Hún leggur þér
engar nýjar embættisskyldur á herðar umfram þær, sem
þú hingað til hefir átt að rækja sem prestur og sálusorg-
ari. Hún aðeins heimilar þér að vinna sérslök iiiskujis-
verk, sem þér kumia að verða falin og ekki leljast til
hinna umboðslegu starfa biskupa þessa lands samkvæmt
lögum og fornri venju. En þess er þá lika að minnast,
að biskupsslaðan er upprunalega ekki annað en sálu-
sorgarastaða, í engu frábrugðin preststöðunni. En þótt
hún yrði er tímar liðu fram metorðastaða, andleg for-
vstustaða, þá hefir biskupinn þó, kristilega og kirkjulega
skoðað, aldrei verið annað en það, sem kallað er ,,primas
inter pures“, þ. e. fremsti maður í hóp jafningja. Þegar
því stéttarbræður þínir hafa nú kosið þig vígslubiskup,
jiá felst í þvi viðurkenning þeirra á þér sem „fremstum
meðal jafningja“, viðurkenning, sem ríkisvaldið liefir
samþykt með sérstakri embættislegri skipun, og kirkjan
staðfestir með því að veita þér sérstaka vígslu til þeirrar
þjónustu, sem þér sem vígslubiskupi kann að verða falin.
Ég gel ekki leitt hjá mér við þetta tækifæri að minna
á það, að þú, kæri bróðir og vinur, verður annar i röð-
inni biskupa hér norðanlands, sem í heilagri skírn hlutu
nafnið „Friðrik“, og meira að segja, að sá, sem á undan
þér bar þetta sama nafn, var fyrsti biskupsvígði maðurinn,
sem kunnugt er um, að hér hafi stigið fæti á fold til að
vinna biskupsverk, síðan er Island bygðist. Þess er ekki
siður ánægjulegt að minnast, að þessi nafni þinn í bisk-
upsstöðu fær af skilorðum sagnaritara vorum þann
fagra vitnisburð, að liann væri „postullegastur í anda og
athæfi allra þeirra manna, er hér boðuðu kristni". Vil
ég' meg'a gera mér í hugarlund, að sá dómur hafi verið
svo lil kominn, að menn hafi þózt sjá þess vott i lifi
lians, að þar færi sá er gæti sagl með ppstulanum: „Sjálf-
ur lifi ég ekki framar, heldur lifir Kristur í mér“.