Kirkjuritið - 01.10.1937, Page 15

Kirkjuritið - 01.10.1937, Page 15
Kii-k.j uritiÖ. Æfiágrip. 309 tveggja ára utanskólavist. Las ég utanskóla til ])ess að spara fé, seni var af skornum skamli. A sumruin gekk ég að allri vinnu sem kauðst, hvort sem var á sjó eða landi. og kendi allmikið á vetrum. Er mér það betur ljósl nú en þá, hve slik aðstaða við skólanám hlýtur að há öllum eðlilegum þroska, er skólaseta veitir nemend- um, og live mikils utanskólamenn fara á mis. Ilaustið 1912 innritaðist ég í Guðfræðideild Háskólans og lauk þaðan prófi 18. júní 1915. Ilefði ég og aðrir námsbræður mínir kosið að. geta selið þar lengur að námi, en þess var þá ekki kostur. Dýrtíð færðist þá mjög í aukana og all úllit fvrir, að ókleifl vrði efna- lausum mönnum að kosta sig lengur lil náms en ýlrasta nauðsyn krafði. Frá því fvrsta, að ég ákvað að ganga skólaveginn, var það eindregin ákvörðun mín að lesa guðfræði og gerast þjónandi prestur. Munu þar liafa hjálpasl að áhrif frá uppeldi mínu, þar sem mér var snemma inn- rætl ást og virðing fyrir kirkju og kristindómi, og vafa- laust líka sú kynning, er ég fékk af því, hvernig ensku- mælandi þjóðir líta á þau mál. Þriggja ára dvöl meðal hinnar kirkjuræknu og kristindómselsku sko/ku þjóðar gat ekki annað en haft varanleg áhrif á sálu unglings á fyrstu umhrota- og þroskaárum. Var ég því að loknu prófi ákveðinn i að taka vígslu. Þó dróst það í eitl ár. Vann ég það ár að skrifstofustörfum í Reykjavík, en vorið 1916, hinn 23. maí, var ég settur prestur að Út- skálum, er síra Kristinn Daníelsson lét af prestskap. Var ég vigður á Uppstigningardag, 1. júni, af Þórhalli oiskupi Bjarnarsyni. Um liaustið var ég kosinn prestur °g veitt útskála])restakall, 3. jan. 1917. Gegndi ég þar embælti þangað lil 23. nóv. 1927, að mér var veitt Akur- eyrarprestakall að undangenginni lögmætri kosningu safnaðarins. Hefi ég þjónað því siðan. Þegar ég nú lít vfir liðin 21 ár, sem ég hefi verið starf- andi prestur, þá hlessa ég þá ákvörðun mina að gerast

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.