Kirkjuritið - 01.10.1937, Page 18

Kirkjuritið - 01.10.1937, Page 18
Kirkjuritifti DWIGHT L. MOODY. Minningarorð flutt á Prestastefnu íslands 1937. Biskup Islands, dr. Jón Iielgason, nefndi við mig fyr- ir skömmu, að flytja erindi um líf og starf D. L. Moodv’s á Prestastefnunni, og var ég svo fávís að lofa þvi. En timinn var naumur og mörgu öðru að sinna, svo að ég sá, að )>að v;eri mcr um megn að halda erindi um slikt stórmenni innan kirkjunnar, en lil þess ekki al- veg að bregðast loforði mínu, virtist mér að framsetja fvrir Prestastefnunni fáein „minningarorð“, því að þau gera ekki aðra kröfu en þá að framkalla í lmgum vor- um minninguna um þetta útvalda verkfæri Guðs og vekja þakklæti vort við Guð, sem gefur kirkju sinni slíka andans menn, og uppörva oss til þess að öðlast sama áhuga og fórnfýsi i starfi voru fyrir Guðs ríki. A þessu ári eru liðin hundrað ár frá því er Moodv fæddist. Haun fæddisl 5. febr. 1837 í Northfield, i rík- inu Gonnecticut i Bandaríkjum Norður-Ameríku. Hanu fjekk í skírninni nafnið Dwight Lyman Moodv. í háðar ættir var hann runninn af hraustum, heilhrigðum kyn- stofni alþýðumanna. Forfeður hans voru menn „þéttir á velli og þéttir í lund“; var það fólk fastheldið við trú og venjur forfeðranna, skyldurækið og samvizku- samt. Elztu æltfeðurnir í Ameríku voru af Púrítana stefnu og voru á meðal fyrstu innflytjenda lil Vestur- heims frá Englandi. Óbifanlegt traust á Guði og siða- strangleiki voru nær því sameiginlegt einkenni á ætt- inni. Þegar faðir Dwights dó, stóð ekkjan einmana uppi með 9 hörn, sjö drengi og tvær stúlkur, (ill yngri en 12

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.