Kirkjuritið - 01.10.1937, Page 21

Kirkjuritið - 01.10.1937, Page 21
Kirkjuritið. Dwight L. Moody. 315 lega eru komnir til trúarinnar, að þeir vilja strax fara að prédika, og finst að þeir geti ekkert starfað, ef þeir fá ekki strax að tala. En Moodv var i áhuga síinun hrennandi en auðmjúkur af lijarta; og lét sér þvi nægja að leiða menn undir áhrif orðsins með því að leiða þá í kirkju eða á aðrar kristilegar samkomur, og hann gjörð- ist svo röggsamur í því, að mörgum eldri mönnum í söfnuðinum, sem hann vann í sem sjálfhoðaliði, ofbauð ákafi lians, og tvisvar varð hann að sækja um að verða reglulegur meðlimur safnaðarins og ganga undir próf, áður en hann fengi upptöku í söfnuðinn. Starf sitt í húð frænda síns rækti hann með enn meiri áliuga og alúð en áður. í sínu andlega lífi fékk hann og mikla hjálp i Iv. F. U. M. og bar hann síðan í brjósti mikinn kærleika til þeirrar starfsemi. Það leið ekki á löngu þangað til honum fór að finn- ast fullþröngt um sig í Boston og flutti hann sig til Chicago, sem þá var ung borg í hröðum vexti. Það var haustið 1856, er hann fyrst kom til Chicago, og fjekk hann þar atvinnu við stórverzlun eina, þar sem miklu voru betri framtíðarborfur fyrir hann en i Boston. Hann hafði nú betri peningaráð og' gal því betur kom- ið ár sinni fyrir borð í áhugamálum sínum. Hans and- lega starfsemi þar byrjaði með því, að hann valdi sér kirkju og söfnuð að vera í og vinna fyrir. Það var siður þar, að menn leigðu sér föst sæti í einhverjum kirkju- bekk. Moody leigði sér heilan helck og fór svo á sunnu- dagsmorgnana út á götur og gatnamót og inn í veil- ingahúsin til þess að fá unga menn til kirkju; hepnaðist honum að fylla bekkinn, og urðu margir af þessum kirkjugestum lians stöðugir kirkjugöngumenn. Hann leigði svo þrjá kirkjustóla í viðbót og liafði þannig sæti handa 30—40 ungum mönnum. En þetta starf þótli hon- um hrátt of lítið. Hann fann eitt sinn lítinn sunnudaga- skóla í hliðargötu og spurði forslöðumanninn, livort skólinn hefði not fyrir hann. Forstöðumaðurinn kvað

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.